Vér mótmælum mótmælum

Maður hefur verið hálf þunglyndur yfir þessum skríl sem eru á góðri leið með að eyðileggja góðan málstað.  Það er nefnilega stór munur á skrílslátum og mótmælum, eins og einhverjir útlendir gestir okkur komust að orði nýlega.  Menn sem vilja skemma og eyðileggja sameiginlegar eigur okkar.  Menn sem grýta grjóthnullungum í höfuð lögreglumanna og hætta þar með lífi og heilsu saklausra í hættu.  Svo koma einhverjar kerlingar vælandi í fjölmiðla um hvað lögreglan hefur beitt litlu börnin þeirra miklu harðræði.  Ég er enginn sérstakur aðdáandi lögreglunnar, en veit að innanum eru ágætis menn og konur sem eru bara að vinna sína vinnu.  Sumir eru í sama basli og mótmælendur, m.a að borga af myntkörfulánum, eða missa húsin sín með tíð og tíma.  Sjálfur hefði maður látið til leiðast og tekið þátt í einhverri svona múgsefjun fyrir c.a 15. árum.  Þá var ég meðal annars oft að leita að leiðindum.  Í tvo skipti lenti ég meðal annars í krumlunum á valdstjórninni.  Í seinna skiptið hengdi ég tvö lögregluþjóna fyrir mistök, þar sem ég taldi að þessir svartklæddu menn væru að berja vin minn.  Hann hljóp hins vegar lafhræddur í burtu, meðan fimm lögregluþjónar börðu mig niður í Lækjargötunni og setti mig inn í svörtu/hvítu Maríu.  Þar var ég barinn í fékk ég þung högg frá þeim, þar sem ég lág handjárnaður í gólfinu. 

Þrátt fyrir að hafa verið beittur órétti á sínum tíma, þá átti ég þetta svona sannarlega skilið.  Maður ræðst ekki á valdstjórnina svona með óþverra brögðum.  Þetta lið er bara að vinna vinnuna sína.  Þessir mótmælendur sem hafa verið með skemmdarstarsemi undanfarna daga hafa skaðað málstað mótmælenda gífurlega.  Geir og félagar frá klárlega fullt af samúðaratkvæðum vegna þessara glæpaverka.  Vonandi fá þessir óeirðaseggir langan dóm fyrir athæfi sitt. 

Margir af þessum mótmælendum eru auðvitað að fá útrás fyrir sitt skítlega eðli.  Sumir eru hins vegar fæddir lýðskrumarar eins og gengur.  Sem dæmi, þá var hópurinn sem kennir sig við Iðnó og hinn sem tengist Herði Torfa fljótlega farnir að handvelja hverjir mættu taka þátt í þeirra mótmælum.  Hugsjóna menn eins og Ástþór Magnússon fékk það óþvegið og var vísað af fundi.  Hvers konar lýðræði hefur þetta lið komið sér upp á nokkrum dögum?  Svo voru þarna tvær konur sem slógu í gegn í mótmælaöldunni.  Báðir frekar ungar og sætar, en hvöttu með ljótu orðbragði til harða mótmæla og ofbeldis.  Guð hjálpi okkur ef til valda koma þessir einstaklingar og byrja að stjórna.  Þá fyrst getum við farið að kempa hærurnar.  Sagan sýnir að í svona óvissu ástandi fæðast alltaf hættulegir lýðskrumarar, sem eru oft verri en þeir valdsmenn sem þeir vilja steypa af stóli.  Þekktasta dæmið er Adólf nokkur Hitler, sem komst til valda í Þýskalandi á erfiðum tímum.

Ég hef alla mína æfi verið mótmælandi.  Talið mig vera kommúnista og byltingarmann.  Verið á móti kapítalismanum og allri hægri öfgastefnu.  Aldrei hef ég kosið íhaldið og varð verulega fúll þegar Samfylking Sósíalista gekk í eina sæng með íhaldinu í síðustu kosningum.  En lífið er svo öfugsnúið.  Eftir að hafa séð einræðis og ofbeldistilburði "mótmælenda" síðustu vikna, þá er ég harð ákveðinn í því að kjósa Íhaldið í næstu kosningum.  Og ef tækifæri vinnst til þá mun ég ganga í hvítliðasveitir valdablokkarinnar, sem ég veit að verða stofnaðar, ef ofbeldið gegn valdstjórninni hættir ekki á næstu dögum.  Kjósum því rétt í vor:

KJÓSUM X-D


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Eftir að hafa séð myndir af þessu liði, þá mælir maður með stofnun sérstaka "hvítliðasveita"

Gunnar Freyr Rúnarsson, 22.1.2009 kl. 18:38

2 identicon

Það er mikil hætta á þunglyndi hjá hinum venjulega manni sem vinnur  myrkranna á milli og ber næsta lítið úr bítum. Einungis hærri afborganir og það ekkert smáræði. Ekki nema von að fólk mæti og mótmæli. Fólk mótmælir þessari stjórnlausu verðbólgu, allt of háum vöxtum á lánum, skefjalausum hækkunum matvara og sv framv.Það er ekki svigrúm fyrir þolinmæði.

Það kemur ekki neinni flokkspólitík við - mótmæli geta verið þverpólitísk, sem betur fer. Að fólki misbjóði siðleysi og yfirgangur svo mjög að það getur leitt til stigmagnandi aðgerða- Á mótmælastöður hins breiða hóps almennings þarf því að taka mark á.

Annað væri heimska. Nú hillir undir að þeirri forheimskun sé lokið og betri tímar framundan með jákvæði og samstilltu átaki okkar allra. 

Alma (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband