Flott Björn

Góð smjörklípa þarna!  Verð að viðurkenna að mér var fyrst verulega brugðið.  Var Björninn sjálfur að svíkja okkur Sjálfstæðimenn með þessu ábyrgðarlausa hjali.  Okkur er nefnilega stranglega bannað að tala um evru og Evrópusambandið.  Nú leyfðist sjálfum Birni að tala eins og ábyrgðarlaus Samfylkingamaður um evru.  Hann hefur ekkert umboð frá flokkforustunni til að tala svona fjálglega.  Hélt fyrst að við yrðum að setja sjálfan Björn út í kuldann eins og gert var við Baugshyskið, Skífu-Jonna og Stefán Ólafs.  Við yrðum hreinlega að berja niður okkar eigin mann.  Það hefði verið hálf leiðinlegt að berjast gegn eigin manni með tilheyrandi skatta og lögreglurannsókn.  En núna held ég að þetta hafi verið nauðsynlegt innlegg hjá Birni að berja niður þessa leiðinda Evrópu & evruumræðu niður.  Hvernig tekst maður á við uppreisn í fangelsi?  Maður lemur hana auðvitað niður af fullu afli og sýnir enga linkind.  Þess vegna eigum við að kæfa þessa umræðu með öllum tiltækum ráðum.  Jafnvel með hótunum ef því er að skipta.  Ekki séns að taka upp evru.  Bráðum fáum við flottan tíuþúsundkrónuseðil með Davíð konung á framhliðinni.  Ekki séns að taka upp evru fyrir þann tíma.  En allt í lagi að koma með flotta smjörklípu til að dreifa umræðunni á dreif.  Þessi smjörklípa var miklu flottari, en þessi sem Geir kom með um daginn.  Þs brandarinn að taka upp dollara í staðinn fyrir evru.  Það var nú bara hlegið að því.
mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband