Velkominn heim II

Að sjálfsögðu tölti ég í bæinn til að taka á móti strákunum okkar í dag.  Við eigum nefnilega aldrei að sleppa tækifærinu að fagna og njóta augnabliksins.  Hvert tilefnið er skiptir ekki öllu máli.  Svona góður árangur þjappar þjóðinni saman og þetta var sannarlega stórkostleg stund í miðbæ Reykjavíkur í dag.  Fleiri en einn hneyksluðust þó á því að ég skyldi hafa látið sjá mig þarna, enda átti ég að vera einhver andstæðingur handboltans.  Það er ég alls ekki, en það fór samt alltaf í taugarnar á mér öll lætin á milli leikjanna í fjögra liða úrslitunum og úrslitaleiknum sjálfum.  Maður á aldrei að byrja að fagna í miðri keppni.  Handboltinn er heldur ekki beint jaðarsport eins og ég hef stundum haldið fram.  Handboltinn var m.a vinsælasta íþróttagrein í gömlu Sovétríkjunum.  Rússland er í dag 17. milljónir ferkílómetrar.  En hvað voru Sovétríkin stór?  Þau voru risastór alveg eins og handboltinn.  Handbolti er ekki neitt rottuhlaup.  Handboltinn er alvöru karlmannaíþrótt!

Ég settist ásamt Faaborgmeistaranum á kaffihús á Lækjartorgi og við keyptum okkur einn eðalkaffi í tilefni dagsins og fylgdumst með hátíðahöldunum á Arnarhóli í hæfilegri fjarlægð.  ég pantað kaffið hjá föngulegri dömu og bað um tvo bolla af kaffi fyrir mig og félaga minn.  Please speak english sagði afgreiðsludaman.  Þetta skemmdi pínulítið daginn fyrir mér.

 


mbl.is Með stöðugan kökk í hálsinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

** Að sjálfsögðu eigum við að finna til samstöðu og gleði yfir að vera Íslendingur, nú sem alltaf Að ná góðum eða jafnvel frábærum árangri  t.d. í íþróttum, ætti að þjappa landanum saman og það gerðist svo um munaði í dag og ekkert til að fara hjá sér yfir. Efalaust var kaffið gott þó afgreitt væri á útlenskunni.. en slíkt pirrar mann vissulega hérna í okkar eigin garði Upplifði það of oft úti á landi í sumarfríinu að þurfa að panta mér hitt og þetta á ensku

Alma (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 4717

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband