Víkingaskák

Víkingaskákin hefur legið í dvala frá haustinu 2007, en þá féll höfundur Víkingaskákarinnar Magnús Ólafsson frá.  Því miður hafa félagsmenn klúbbsins ekki komið saman til að far a yfir málin, því Magnús átti mikið af Víkingatöflum og borðum, sem gagnast engum nema þeim sem hafa áhuga á Víkingaskákinni.  Víkingaskákin var hugarfóstur Magnúsar og við viljum halda minningu hans í heiðri með því að halda fljótlega stórt minningarmót honum til heiðurs.  Vonandi náum við að halda trúboðinu áfram, en klúbburinn í Reykjavík er ennþá óformlegur, þs enginn stjórn, mótaætlun eða þannig formlegheit.  Mótin hafa verið að 1-3 sinnum á ári og við ætlum okkur að halda þessu áhugamáli okkar gangandi með áframhaldandi trúboði. 

Vestfirðingar voru líka með sín reglulegu mót, en ég hef engar upplýsingar um mót hjá þeim hin síðari ár.  Þeir kölluðu sína meistara al-heimsmeistara og sama gerum við.

Alheimsmeistarar frá upphafi:
1999: Skúli Þórðarson
2000: Hrafn Jökulsson
2000: Dóra Hlín Gísladóttir (kvennaflokki)
2001: Halldór Bjarkason
2002: Orri Hjaltason
2003: Gylfi Ólafsson
2002-4: Sveinn Ingi Sveinsson

2005-6: Gunnar Fr. Rúnarsson

2006: Halldór Ólafsson

2007: Sveinn Ingi Sveinsson 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

man eftir magnúsi þegar ég var að vinna í bókabúðinni hlemmi. þar var skákhúsið sko.

en auðvitað haldið þið uppi heiðri víkingaskákarinnar. auðvitað.

svo áttu ekki að vera að þvælast í sólinni þegar tuttuguogsjö manna mót fer fram i vin, vantaði meira að segja þrjá sem höfðu boðað komu sína.

svakagaman og þetta er bæði á skak.is og redcross.is ef þú vilt sjá öll elo stigin sem flugu þarna um stofurnar.

arnar valgeirsson, 15.6.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 4740

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband