STRÁKARNIR OKKAR II

Strákarnir okkar stóðu sig vel og enduðu með silfrið.  Frábær árangur, en hins vegar ætla ég að vera örlítið fúll á móti í eina viku eða svo.  Þoli ekki að tapa og vill auðvitað alltaf að ég og mínir vinni gullið, sama í hvaða íþróttagrein um ræðir.  Gleymum því ekki að litla Ísland hefur verið í topp tíu í handboltaheiminum síðan ég fór að muna eftir mér.  Man t.d eftir mér í bíl árið 1975, þegar Siggi Sig var að lýsa stórmögnuðum sigri íslenska liðsins yfir besta handboltaliði heims.  Axel Axelsson, Geir Hallsteinsson og félagar voru þá bestu handknattleiksmenn í heimi og sigruða alltaf þá bestu. 

Handknattleikur er bara spilaður í örfáum löndum að einhverju viti.  Við getum því ekki alltaf verið að afsaka okkur með því að við séum bara 300.000 hræður.  Handknattleikur er hvergi eins vinsæll og á Íslandi og það fullyrði ég.  Við getum því alveg borið höfuðið hátt og þurfum ekki alltaf að afsaka okkur fyrirfram með fámenninu.  Handknattleikur er leikinn á norðurlöndunum og í flestum af gömlu austantjaldslöndunum.  Smá áhugi er í Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni, en í þessum löndum telst handknattleikur vera jaðarsport.  

Berum bara höfuðið hátt og hættum þessu væli.  Við vinnum bara næsta eða þarnæsta stórmót og hættum þessari minnimáttarkennd.

Ég vil líka benda áhugasömum íþróttamönnum á íþróttaafrek sem unnið var um daginn.  Landsleikur Íslands og Austur Grænlands fór fram í bænum Tassilak á Amassalikeyju og var ég svo gæfusamur að vera valinn í landslið Íslands, sem skipað var bestu knattspyrnumönnum Íslands sem þá voru staddir í Grænlandi.  Uppistaðan í liðinu voru m.a Kátir biskupar & Hróksmenn, auk nokkurra annarra snillinga.  Grænlenska liðið var skipað bestu knattspyrnumönnum í Tassalak, en helmingurinn af liðinu var hins vegar ungir og efnilegir skákmenn. Landsleikur Íslands og Austur-Grænlands er árviss viðburður í tilefni að skákhátíð Hróksins á þessum slóðum.   

Ég lék sem hægri bakvörður, en var skipt út af í rúmlega hálftíma, en kom aftur inná til að klára leikinn.  Reyndar var knattspyrnuformið ekki mikið og átti ég nokkur mistök sem kostaði nokkur mörk.  Hins vegar átti ég nokkrar fræknar tæklingar sem sennilega hefur bjargað okkur frá tapi.  

Leikurinn fór 5-5, en við náðum síðan að vinna landslið Grænlands í vítaspyrnukeppni.  Glæsilegur árangur, sem ekki hefur farið hátt í fjölmiðlum hér heima.  

Hér má sjá glæsilegasta knattspyrnuvöll á Austur-Grænlandi sem við lékum landsleikinn á.  Tassilak er Austu-Grænlandsmeistari í Knattspyrnu og unnu þeir m.a lið frá Kulusuk og Kummimut í landsmótinu.  Stór hluti af meistaraliði Tassalik tók þátt í landsleiknum við Ísland og voru þeir rosalega fljótir og leiknir.

Masterinn í varnarhlutverki hér:

Fleirri myndir hér:

Fleirri myndir hér:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hamingjuóskir með ferðina. Gaman að heyra að þið skelltu ykkur í fótbolta í leiðinni.. þar sem gengið hefur á ýmsu   Mikið er fallegt þarna og tærleiki loftsins eins og heima ! Frábært framtak að styrkja samskiptin.

Alma (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:28

2 identicon

Rosalega eru þetta flottar myndir...  Ert þær teknar í myndavel frá þér og af þér eða?

elina (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Þetta voru kannski ekki bestu knattspyrnumenn í heimi, en sennilega margir af bestu á þessum slóðum.  Nokkrir hinna fullorðnu heimamanna voru úr Tassaliq-landsliðinu. 

Vona að ég móðgi ekki neinn með umfjöllun um handboltann.  Er samt hættur að bera handboltann saman við rottuhlaup.  Strákarnir okkar eiga svo sannarlega skilið að fá Fálkaorðuna.

Sá sem tók myndirnar heitir Andri og var hann ásamt bróður sínum Atla og frænda Pétri Atla Lárussyni að kenna skák í Kulusuk.  Kátu Biskuparnir voru í Kummimut og restin var að kenna í Tassalaq.

Andri er mjög fær ljósmyndari og ég vona að ég finni fleiri myndir frá honum.  Nokkrar eru frá fyrri ferð hans í vetur.  Þar fóru þeir alla leið til Scoresbysunds.  Rosalega flottar vetrarmyndir...

Fyrri ferð Andra hér: 

http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=27637&highlight=ittoqqortoormiit

Gunnar Freyr Rúnarsson, 25.8.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Síðan tók ég sjálfur um 300 myndir.  Margar eru bara ágætar og verða birtar fljótlega...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 25.8.2008 kl. 18:42

5 identicon

Þú átt að fara að hugsa meira um páverinn Master...

Sir Magister (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Ég geri það líka annað slagið

http://gunzfreyr.blogspot.com/

Gunnar Freyr Rúnarsson, 26.8.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband