Sovét-Ísland hvenær kemur þú?

Látum ekki hugfallast kæra þjóð.  Þetta er ekki ekki heimsendir.  Ef við stöndum saman þá komust við yfir þennan hjall.  Kannski koma Rússarnir til hjálpar.  Það er auðvitað ekki víst, en í dag erum við bestu vinir Pútíns.  Pútín er mikill leiðtogi og hefur rifið Rússa upp á afturlappirnar.  Kannski er hann að gera eitthvað slæmt eins og allir stórveldisleiðtogar, en er hann eitthvað verri en Bush-inn?  Fullt einfalt, en við höfum átt góð samskipti við Rússa og áður Sovétmenn þrátt fyrir kalda stríðið og Nató aðild.  Kannski eignumst við nýja vini í framtíðinni, því þeir gömlu eru augljóslega að snúa við okkur baki.  En er þá ekki heimsfriðurinn í hættu ef við fáum lán hjá Rússum?  Ísland er eins og byssa sem beint er að Bretlandi og Bandaríkjunum sagði Bjarni Benediktsson í upphafi kalda stríðsins. (eða var það Eisenhower sem sagði þetta?)

Ég hef lengi haft mikið dálæti á Rússlandi og Sovétríkjunum gömlu.  Vonandi er eitthvað vit í þessu!

lenin.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Nokkrir kreppulinkar....

http://www.dv.is/frettir/2008/10/9/hvernig-attu-ad-takast-vid-kreppuna/

http://www.gazzetta.it/Calcio/Estero/Primo_Piano/2008/10/09/debitipremier.shtml

Gunnar Freyr Rúnarsson, 9.10.2008 kl. 12:02

2 identicon

Skoða þessa linka þegar manni eflist þor og aukinn karaftur

Annars er það nú þannig í þessari veröld að þegar kreppir að þá kemur fljótlega í ljós hver-jir eru í rauninni velviljaðir. Ekki dugði aldagamall kunningsskapur með meiru, við USA. Hvern hefði órað fyrir því? Buisness er buisness og það er nákvæmlega ekkert að því að fá lán hjá Rússum frekar en Norsurum.. er það? En það hefur ekki komið tilboð frá 'vinum okkar' á Norðurlöndum enn sem komið er þrátt fyrir brýna nauðsyn.

Alma (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: arnar valgeirsson

nú kemur berlega í ljós að frjálshyggjan er stórhættuleg. kommúnisminn er stabíll væni og tími til kominn að fólk sjá ljósið.

nú kannski fattar fólk líka hvers vegna við erum stundum á móti (ekki alltaf sem er klisja) því þetta lið hefur lullað yfir okkur á grútskítugum skóm og skilur meðaljóninn eftir með skörð og ör sem tekur langan tíma að lækna.

það er helvítis frjálshyggjan sem hefur étið börnin sín. ekki byltingin sem hefði betur sett af stað fyrir löngu.

arnar valgeirsson, 9.10.2008 kl. 20:20

4 identicon

** Halló Gunni

Bíð og bíð  eftir tilkynningu um nýjan fjölskyldumeðlim..  og segi þetta bara:

Til hamingju með litlu dótturina ! Vonandi heilsast dömunum vel

Alma (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Takk fyrir það Alma.  Litla stúlkan fæddist kl 14.36 fimmtudaginn 9.10 þessa mánaðar.  Sama dag og fjármálakerfið íslenska hrundi endanlega.  Er hálf feiminn að setja inn á Moggabloggið.  Myndir af litlu prinsessunni á :

http://viktoriajohnsen.blogspot.com/

Gunnar Freyr Rúnarsson, 12.10.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Jú, sælir.  Við erum alveg til í að skoða góða möguleika.  Fínt væri að fá þig yfir, en það má víst ekki skipta um á miðju tímabili.  Höldum bara formlegan (eða óformlega) aðalfund fljótlega.  Félagið má hins vegar ekki stækka eins hratt og íslensku bankarnir.  Þá springur þetta allt í andlitið á okkur. 

Gunnar Freyr Rúnarsson, 13.10.2008 kl. 23:19

7 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Á eftir að setja inn fleiri myndir...

http://viktoriajohnsen.blogspot.com/

Gunnar Freyr Rúnarsson, 14.10.2008 kl. 06:48

8 identicon

Auðvitað birtir þú ekki myndir af nýfæddri dóttur þinni á þessu ómerkilega bloggi sem auðmenn Íslands ráða yfir.

Kapitalisminn er fallinn og þú ættir að hætta með þessa síðu sem er tákn kreppunnar á klakanum. Þú ert bara fínn á gömlu síðunni þinni Master sæll..

Sir Magister (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 19:31

9 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Jú kannski.  Svo svo er maður auðvitað á Facebook.     Kommúnisminn er auðvitað að koma aftur, sem betur fer...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 15.10.2008 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 4819

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband