Þorrabakki

Mikið rosalega langar mig á þorrablót.  Hef held ég aldrei farið á alvöru þorrablót.  Kannski of mikið drykkjusvall, enda þoli ég ekki svoleiðis lengur.  Enginn vill bjóða mér og það líður ekki það ár að mig langi ekki að prófa.  Kannski er þetta of miklar svall veislur fyrir minn smekk.  Á maður ekki að vera vaxinn upp úr þessu gleðimolalífi?

 

Sá maður sem ekki smakkar áfengi fyrir tvítugt er hálfviti.

Sá maður sem er ennþá í slagsmálum niðrí miðbæ eftir þrítugt er  þroskaheftur.

Sá maður sem er ennþá að drekka brennivín og viðbjóð eftir fertugt er ekki í lagi.

 

Annars er auðvitað fínt að drekka ekki brennda drykki.  Ég þekki einn vesalings mann sem í dag er rúmlega fertugur og hafði ekki eignast barn þrátt fyrir langa sambúð.  En eftir að hann hætti að drekka sterka brennivínsdrykki, þá gerðist eitthvað kraftaverk.  Hann eignaðist tvö börn með frekar stuttu millibili.  Þannig að brennivín og vodka er ekki góð blanda.

Ég fór því í Hagkaup og keypti Þorrabakka á útsölu.  Hann kostaði bara 750 kr.  Í bakkanum var m.a blóðmör, sviðasulta, hangikjöt, rófustappa, flatkökur, rúgbrauð, smjör, súr lifrapylsa, súr lundabaggi, súrar bringur, súr sviðasulta og súrir hrútspungar.  

Deginum var bjargað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

kannski verið á útsölu því hann var orðinn svo gamall........ hehe

held að ég kannist við þennan vesalings mann. verð að fara að bjóða honum í glas svo hann fái ekki algjöran bleyjutremma á næstunni.

arnar valgeirsson, 4.2.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Ég fer aftur á morgun og kaupi meira.  Mig langar samt í hárkarlinn og hvalinn líka.  Og þessi vesalings maður sem hætti að drekka sterkt, þurfti að kaupa getnaðarvarnapillur handa konu sinni.  Hann hefði betur bara byrjað aftur í alvöru drykkjum

Við í Víkingaklúbbnum stefnum á að halda míni þorrablót.  Gaman ef þú gætir komist...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.2.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 4789

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband