Carpe diem

Ég sem þykist vera alltaf svo jákvæður og rek trúboð fyrir jákvæðu lífsviðhorfum en, er reyndar hinn mesti hræsnari sjálfur.

I.  Er í fæðingarorlofi í þrjá mánuði.  Ætlaði í austurveg með fjölskyldunni en kreppan kom í veg fyrir að sá draumur rættist.  Þar með er ég búinn að mæla göturnar í þrjá mánuði og vera ömurlegur heimafyrir.  Betra hefði verið að vinna og eiga góða afsökun fyrir letinni heima fyrir.

II.  Leyfði konunni að skipta um eldhúsinnréttingu.  Hún átti slatta af sparifé, en við ræddum þó heilmikið um ástand þjóðfélagsins og héldum að þetta væri ekkert mál.  Við gerðum enga kostnaðaráætlun, en það hefði engu breytt.  Gerðu bara kostnaðaráætlun og legðu svo 120% aukalega ofaná.  Auðvitað fór allt úrskeiðis.  Brotið gler á bakaraofni sem tók um tvo mánuði að finna út úr.  Innréttingar flísalaganir og rafmagn.  Ekki mín deild takk fyrir.  Ég ráðlegg engum að byrja svona rússíbanareið, nema hugsa þetta í botn.  Vonandi verð ég ekki gjaldþrota. 

III.  Er í námi sem mér finnst nú hrútleiðinlegt.  Veit að ég fæ áhugann aftur fyrir páska og stefni á að klára diplómað og vona að mér verði fyrirgefið áhugaleysið.  Fræðigrein sem er gagnrýnislaus á sjálfan sig.  Fræðigrein sem er í fílabeinsturni fræðanna og hefur í raun lítil tengsl við grasrótina, nema að mjög litlu leiti.  Samt eitthvað áhugavert við þetta og ég ætla því að reyna að halda haus.

IIII.  Var svo utan við mig að ég skráði nafn dóttur minnar vitlaust hjá Þjóðskránni.  Ekki hægt að breyta nafni nema sækja um nafnabreytingu.  4600 krónur verð ég að borga.  Ég benti þessum möppudýrum á að um mannleg mistök hafi verið að ræða.  Ég mun fljótlega taka á þessum skríl.

VI.  Var rukkaður um stöðubrot fyrir utan World Class 2. mars síðastiðinn.  3. mars voru svo réttu merkingarnar komnar við Laugar.  Samt á ég að borga.  Ég er þverhaus og neita að borga.   Þeir mega bara eiga bílinn minn.  

V.  Fór til Akureyrar með Víkingaklúbbnum.  Ætluðum okkur að komast upp í þriðju deild, en því miður vantaði bara hálfan vinning til að ná þeim draumi.  Ég tefldi manna verst og til að bæta óheppni okkar var mætingin mjög slök.  Sennilega verð ég að borga þátttökugjald fyrir B-liðið sem nennti ekki að mæta.  Svo leigði ég tvær íbúðir fyrir norðan.  Helmingurinn af liðinu var í Eflingarhúsinu.  Þeir gleymdu nú reyndar að þrífa blessaðir þannig að ég fæ feitan bakreikning frá verkalýðsfélaginu.  Félagarnir eru í algjöri afneitun og segjast hafa þrifið.

VI.  Byrja að vinna á báðum vinnustöðum mínum núna í apríl.  Þau hjá sambýlinu settu mig óvart á þá helgi, sem ég er að vinna hjá Landspítalanum.  Að vísu er ég vanur að vinna mikið, en ég er  ekki viss um að ég geti unnið heila helgi án þess að sofa.  Myndi þá koma af næturvakt 8.30 og mæta á sambýlið um hádegi.  Ég hef enga trú á að þetta sé samsæri, en samt athuganaleysi hjá nýja yfirmanninum að kanna ekki málin.  Veit ekki hvernig þetta leysist.  Kannski verður maður að fórna aukavinnunni og grenja út fleiri vaktir á spítalanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ gæ   Jæja, það hefur verið mikið að gera hjá þér þrátt fyrir allt. Útlöndin verða áfram á sínum stað- þið farið bara seinna .. En stundum er nauðsyn að gera skurk á heimilinu, það er bara gott mál. Ekki nokkur maður getur staðist fjárhagsáætlun í framkvæmdum á íslensku heimili.. Ekki ætla þér að takast það frekar en okkur öllum hinum. Þetta nútíma líf er óttalegt Fo... fo.. Gott ráð er að dreifa sér á færri staði og standa sig þeim mun betur í staðinn   Adios amigo

Alma (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, væni minn. það eru ekki alltaf jólin. en til hamingju með bronsið í dag, stóðst þig vel og ert duglegur að mæta til okkar.

þátttökugjöldin voru rukkuð fyrir öll lið í hausthluta íslandsmóts þannig að varla færðu bakreikning þó þeir hafi ekki mætt, bé deildin sko.

ég get því miður ekki poppað þig upp gagnvart stöðumælasviði og hagstofu, þar er rýnt í laganna staf. hef ég grun um og maður á yfirleitt lítinn séns.

vona að allt gangi nú upp, í vinnu sem og í nýju eldhúsi.....

arnar valgeirsson, 30.3.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 4746

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband