14.12.2008 | 00:36
Deild 12 vinnur Íslandsmeistaratitilinn
Deild 12 sigraði á jólamóti Hróksins og Vinjar i keppni geðdeildanna. Keppnin er jafnframt óopinbert Íslandsmót geðdeildanna. Í ár var ég vara liðstjóri, þs skipaði liðið og fékk menn að skákborðinu. Hins vegar fékk ég ekki að tefla fyrir okkar lið, þar sem við höfðum unnið 3. ár í röð. Ég tefldi fyrir sterka sveit Iðjuþjálfunar og vann m.a okkar mann á fyrsta borði. Bikarahillan á deildinni er orðinn of lítil, enda erum við búnir að sprengja allt hillupláss. Mikil gleði ríkir nú í okkar herbúðum, en sveitina skipuðu, Rafn, Ágúst Örn og Einar Rúnar. Sérstaklega kom vaskleg frammistaða Einars Rúnars á óvart, því ekki var vitað að hann kynni yfir höfuð að tefla. Hann mikilli framför og vann tvær skákir af þrem. Hér má sjá verðlaunasafn okkar. Svo ætla ég að vona að hitt liðið mitt, Víkingaklúbburinn vinni 4. deildina á íslandsmóti skákfélaga á nýju ári. Við erum í 3. sæti núna þegar mótið er hálfnað.

Spurt er
Hvað á ég að gera á HM?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 5206
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
iss, þetta var grís og ég tapaði fyrir einari. sjitturinn. bara jafntefli hefði dugað vinjargenginu til að hirða dolluna.
ef.... ef....
en við erum í sjöunda sæti í fjórðu deildinni og ég er þvílíkt kátur með það. ætlum sosum ekkert upp og þið megið alveg í þriðju. væri bara kúl. við förum þangað bara næst.
held reyndar að einar hafi teflt fimm skákir en ekki þrjár. en ég vann fjórar af fimm og það var ekki slæmt. ekki slæmt hjá flóðhesti.
arnar valgeirsson, 14.12.2008 kl. 01:06
rétt. Ég ætla að gera Einar að góðum skákmanni...
Gunnar Freyr Rúnarsson, 14.12.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.