Sekt

Ég var sektaður  á æfingu í WC í Laugum um daginn.   Það stæði sem ég lagði lítur út fyrir að vera löglegt.  Ekkert skilti var til staðar sem benti til þess að bannað væri að leggja þarna, enda leggja þarna bílar frá morgni til kvölds.  Ég ákvað því að kvarta til bílastæðasjóðs.  Tveim dögum seinn var skyndilega komið nýtt skilti, þar sem ekki fer á milli mála að bannað sé að leggja þarna.  En sem betur fer tók ég mynd á símann minn, sem sannar að ég hafði rétt fyrir mér.  Ég ætla því að snú vörn í sókn á kæra Reykjavíkurborg fyrir ólöglega innheimtu.

Mynd I var tekin mánudaginn 2. mars, þegar ég var sektaður um 2500 kr fyrir eitthvað stöðubrot, sem ekki er ljóst hvað er.  Ég lagði í miðjustæðið, sjá mynd.

Mynd II var tekin miðvikudaginn 4. mars, en þá var búið að skipta um skilti og hið rétta komið í staðinn.  Núna fer ekki á milli mála að stæðin eru fullkomlega ólögleg.

 

Annars skilur maður ekkert í hinu opinbera að vera með grimma innheimtuaðgerðir á þessum siðastu og verstu tímum, þegar fólk er í sárum eftir fjármálahrunið.  Það er engu líkara en þeir hjá bílastæðasjóði hafi ákveðið að spýta í lófana og auka refsiaðgerðir gegn borgurum þessa lands.  Þeir eru greinilega byrjaðir að sekta á vafasaman hátt í úthverfum og þetta er önnur sektin á rúmlega viku sem ég hef fengið.  En um daginn var ég sektaður, eftir að stöðuvörður kona á miðjum aldir beið við mælin á Pósthússtræti til að sekta mig.   Ég hafði þá ekki fengið stöðumælasekt í þrjú ár.

Sjá hér einhversstaðar:  http://chess4cubalibre.blogspot.com/2004_11_01_archive.html


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þú gefur þessum djöflum ekkert eftir frekar en fyrri daginn!...Áfram Master!

Sir Magister (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 08:00

2 identicon

Þetta eru dálítið óskýrar myndir og e.t.v.  eru afstaða bílastæða óljós. Vona samt að þú standir fyrir þínu og takist að sýna fram á trúverðugleika.        Svo er það annar handleggur hversu grimmt er gengið fram í svona tittaskít að fara inn á stæði við sundlaugar og SEKTA þar.     Ég meina ; er ekki annað merkilegra að gera í umferðarmálum borgarinnar? Eins og t.d. sá hvimleiði ósiður ökumanna að gefa EKKI stefnuljós.. sem oft leiðir til aftanákeyrsla.

Alma (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Jú, reyndar rétt.  Önnur myndin er tekin á símann minn.  En ef maður smellir á myndirnar, sérstaklega fyrri, þá sér maður að það er komið nytt skilti.  Tveim dögum eftir að ég kvartaði þá eru komin fjöldi af skiltum (bannað að leggja). við World Class.  Allt mér að þakka (kenna).   Ég trúi ekki öðru en ég vinni þetta "mál"

Gunnar Freyr Rúnarsson, 9.3.2009 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 4747

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband