Bókin á náttborðinu: Váfugl

Bókin á náttborðinu er Váfugl eftir Hall Hallsson.  Nokkuð skemmtilega skrifuð bók sem gerist í framtíðinni um nokkuð misheppnaða inngöngu Íslands í Evrópusambandið og í framhaldi breytingar á Evrópusambandinu í sambandsríki Evrópu að amerískri fyrirmynd.  Hallur tekur nokkur skemmtilegar samlíkingar úr Íslandsögunni og mannkynsögunni.  Sem dæmi þá er Gamlisáttmáli, þegar "Ísland" afsalaði sér "fullveldinu" á þrettándu öld, heimfært yfir í framtíðina með gerð Nýja sáttmála, þegar Íslandi afsalaði sér endanlega fullveldinu.  Valtýskan frá lok nítjándu aldar er líka heimfærð yfir í nýja tíma, þegar uppkast að nýja sáttmála er í burðarliðnum.  Alltaf sömu deilurnar á ólíkum öldum.  Alltaf sömu mistökin sem stjórnarherrarnir gera.  Sagan er alltaf að endurtaka sig, þótt ekki sé hún eins nákvæm eftirlíking af fortíðinni, eins og í sögu Halls.  Hallur tekur fjölda samlíkinga úr sögunni og fléttar inn í sögu sína.  En oft er raunveruleikinn ótrúlegri en skáldskapur. Það finnst manni þegar maður fylgist með pólitíku þrefi samtímans.  

Maður er alltaf að upplifa eitthvað "dejsjavú".  Manni finnst alltaf að maður sé að upplifa sömu hlutina aftur og aftur.  Núna er t.d verið að flæma seðlabankastjórann góða frá völdum með offorsi, þar sem forsætisráðherrann leggur stjórna seðlabankans í einelti með því að flæma hann úr bankanum.  Davíð kvartar undan ríkistjórninni og Jóhönnu og sakar hana um lögbrot.  Davíð segir bréf eins og það sem Jóhanna sendi honum vera"einsdæmi, ekki eingöngu hér á landi, heldur einnig um allan hinn vestræna heim".  En hvað má þá segja um bréf Davíðs?  Ætli það tíðkist víða að ópólitískir embættismenn skrifi svona til stjórnmálamanna?  Talandi um hótunarbréf!  Í febrúar 1996, sendi Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, Sverri Hermannssyni þá bankastjóra Landsbankans bréf.  Þá taldi Davíð, auk annarra lag til vaxtalækkana en þvert ofan í það mat hækkaði viðskiptabankarnir vexti sína.  Vegna þess skrifaði Davíð:  "...en ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagotinu, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem vita hvað þeir eru að gera.  Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr".  Eftir bréfið voru vextir Landsbankans lækkaðir.

Nokkru síðar hættu allir bankastjórar Landsbankans, þegar Sverrir og félagar voru flæmdir úr bankanum.  Jóhanna Sigurðardóttir byrjaði málið á sínum tíma og á endanum þurfti að leysa þá frá störfum.  Það þurfti að skapa vinnufrið um bankann, eins og Davíð orðaði það.  Þetta er alveg ótrúlega líkt allt saman.  Hlægilegt eiginlega.  En ég er samt orðinn mikill Davíð-sinni.  Davíð er eini maðurinn sem getur leitt okkur í gegn um hremmingarnar.  Ég vona að hann snúi aftur í pólitík og verði næsti landsfaðir okkar.

DAVÍÐ ER OKKAR EINA VON.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

fékk ægilega leið á halli um árið þegar hann sá svo blátt að hann gat ekki einu sinni reynt að kíkja til hliðar og ath hvað aðrir væru að pæla. en innganga i evrópusambandið er nú kannski ekki það sem við þurfum helst.

svo ertu að grínast með davíð. maðurinn hefur aldrei hlustað á fólkið í landinu og hann lítur á sig sem einræðisherra. enda er tríóið davíð, hannes hólm og kjartan gunn komið í drullumall í sandkassaleik.

akkúrat liðið sem við þurfum nú, jebbs. koma þessu liði frá...

hvernig verður með höfuðstað norðurlands í mars? þoriði? við mætum sko.

arnar valgeirsson, 9.2.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband