13.8.2007 | 10:56
Sviet
Snemma í sumar var mér sögð gamansaga sem mér fannst í fyrst alls ekkert fyndin. Sagan snérist um það að á einu menningarheimili hér í bæ býr fræðimaður einn, sem sérhæfður er í rússneskri menningu og var sá maður víst í heimildaröflun á netinu og fór víst inn á google.com og sló þar inn vitlaust leitarorðið soviet, þs. skrifaði sviet og fékk þá upp mynd af félagsliðanum sitjandi í jógastellingum hinum megin á hnettinum borðandi tælenskan mat. Þessi skemmti saga fékk svo að heyrast í stóru matarboði Faaborgfjölskyldunnar, þar sem saman voru komnir fjölda manns úr menningarelítu landsins. Yfir klingjandi rauðvínsglösum mátti heyra hlátrasköll og læti þegar sagan var fram borinn fyrir veislugesti. Heimspekidoktorinn sjálfur vissi smá deili á félagsliðanum og gat því fullyrt að myndbrotið væri af hinum eina og sanna félagsliða. Mér fannst nú frekar fúlt að vera orðinn að góðum brandara hjá fólki út í bæ og fór því inn á vefinn google.com og fann ekki þennan fræga myndbandsbút. Nokkrum vikum seinna var mér sagt að sagan væri ekki alveg nógu nákvæm, því heimspekiprófessorinn hafði víst farið inn á vefinn youtube og slegið þar inn leitarorðið soviet (sviet) og fékk þá mynd af kallinum í góðri átveislu. Sjálfur kannaðist ég nú við glæpinn, því ég hafði merkt myndbandið SVEIT, en óvart slegið inn sviet, alveg eins og heimspekiprófessorinn. Það má líka taka það fram að á vefnum youtube er milljónir myndbanda og því stórmerkilegt að hægt sé að lenda í þessum mistökum.
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Stytting hringvegarins við Hornafjörð gengið vel
- Hafa áhyggjur af skólum Hlíðanna vegna nýbygginga
- Víkingur krefur borgina um svör
- Vonast til að ljúka veginum fyrir sólmyrkva
- Afskipti af ökumönnum meðal mála lögreglu í dag
- Dýrasta lyfta landsins var notuð einu sinni
- Sjö Íslendingar fá styrk
- Kröfðu konu hins látna um lausnargjald
Erlent
- Yfir 160 manns enn saknað í Texas
- Sogaðist inn í hreyfil farþegaþotu og lést
- Stóð á kassa í þrjá tíma til að lifa af
- Segja Epstein-listann ekki til
- Sakfelldir fyrir íkveikju að undirlagi Wagner-liða
- Kínverjar beindu geisla að þýskri flugvél
- Aflvana kaupskip sætir linnulausum árásum
- Vill læsa Palestínumenn inni í rústum Rafah
Athugasemdir
Ha, ha, ha, já þetta er kostulegt...
Flottur að borða núðlurnar
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.8.2007 kl. 11:04
Mundi ekki eftir að hafa sett þetta inn fyrr en Faaborg sagði mér að bróðir hans hefði verið að leita að efni um Sovétríkin á youtube, en ekki google.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 16.8.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.