28.8.2007 | 01:45
Sumarfríiið á enda
Í sumar hefur maður verið að taka sumarfríið í skorpum og núna síðast eyddum við nokkrum dögum í Svignaskarði í Borgarfirði. En ekki hefur maður getið hreyft sig að ráði, því slæm meiðsli hafa sett mark á mig síðan um miðjan júlí og núna er Tigerinn farinn að ganga og síðan hlaupa um allt og því er hann beinlínis farinn að stinga mig af. Já, Tiger er strax farinn að vinna karlinn í einhverju. En án alls gríns þá er þetta auðvitað grátbroslegt að á sama tíma og maður sjálfur gat varla gengið fór sá litli að ganga. Og hvað gerði maður þá í sveitinni annað en slappa af? Jú maður las t.d lifandis ósköp meðan maður hreyfði sig varla út úr húsi. Fórum þó í góðar útsýnisferðir um Borgarfjörðinn, m.a Húsafell, Hvítársíðu, Hvanneyri, Reykholt og svo auðvitað Borgarnes. En auðvitað var maður vel pirraður á því að geta ekki hreyft sig, en það stóð auðvitað aldrei lengi og maður á aldrei að vorkenna sér, þegar annað fólk hefur það ekki eins gott. Af hverju fær þú þér ekki bara staf, sagði Faaborginn og brosti allan hringinn. Já, góð hugmynd að ganga með staf eins og virðulegur greifi. Mr. Faaborg hefur sjálfur verið að finna fyrir eymslum í baki og því er hann ekki hraustur sjálfur, en saman sömdum við um okkar aumingjaskap, eins og Snorri Sturluson forðum, en hann hafði einmitt vetursetu í Svignaskarði fyrir um 800 árum síðan. Gott ef andi Snorra sjálfs hafi ekki komið yfir okkur í sveitinni.
Slitin er mjöðmin
Slitið mitt bak
Svignaskarð erfitt að klífa
Gamall og gugginn
gaddslitið flak
Hár mitt að reita og rífa
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Vöruflutningavél brotlenti í Litháen
- Seljið þið bíla?
- Skutu 250 eldflaugum á Ísrael
- Rússar ráða jemenska skæruliða til sín
- Munu elta skipið ef það siglir af stað
- Sex drepnir í skotárás á bar
- Dæmdur fyrir að koma sér hjá herskyldu með ofáti
- Fundu 41 lík sem notuð voru til hugleiðslu
- Ása Ellerup flutt út og ætlar að selja húsið
- Hulda saksóknari: Tökum þetta ekki til greina
Athugasemdir
Borgarfjörðurinn er mega-flottur frá A-Z. Gott hjá ykkur :-)
Heilsan batnar með bættu hugarfari ...
Eins og sagt var í Den:
Upp upp mín sál og allt mitt geð
og halda áfram með lífsins streð!
Alma (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:26
alltof mikill væll í þér Master...þú átt að mæta í Silfursport..ef þú vilt fá líkamlega og andlega endurhæfingu sem þú greinilega þarft...
Sir Magister Cat (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 03:39
Jæja, alveg rétt. Núna þarf maður að fara að rífa sig upp raskgatinu. Það er nefnilega þekkt þegar menn lenda í léttum áföllum eins og meiðslum, flutningum osf þá detta menn út úr sportinu. Einn félagi minn þurfti að selja og kaupa og flytja í framhaldinu og þurfti að hætta í sportinu í rúmlega eitt ár. Hann er nú kominn á fullt í andann og stefnir hátt. Sjálfur get ég bara æft bekkpressu og byrjaði um daginn í gym-80 og er að hefja allsherjarendurhæfingu.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 1.9.2007 kl. 09:22
getur nú alltaf mætt í skákina á mánudögum og látið okkur mala þig. gott fyrir geðið. og stefnt á grænland á næsta ári. það er lífið maður minn...
arnar valgeirsson, 2.9.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.