8.9.2007 | 14:29
Hvað á maður að
Í dag á ég afmæli og er auðvitað frá fornu fari mikið afmælisbarn í mér. En í dag er ekkert stórafmæli og ég er að vinna næturvaktir sitthvorum megin við afmælisdaginn. Og í millitíðinni er ég svo að passa Tigerinn sem hefur nú uppgötvað nýjan hæfileika, nefnilega klifurtækni. Með alveg ótrúlegri lagni nær hann að sveifla sér upp í tölvustólinn og þaðan príla upp á tölvuborðið þar sem hann kemst í það allraheilagasta í íbúðinni. En hvað um það þá reikna ég ekki með að taka á móti gestum í dag, en hins vegar var það fastur liður í denn að brjóta upp afmælisdaginn með því að fara í keilu, billjard eða út að borða. Í mörg ár fór ég í keiluhöllina í Öskjuhlíð, en hin síðari ár hefur maður kannski skellt sér í billjard eða á pizzastað. Ekki merkilegt svo sem, en í dag var ég að velta fyrir mér að skella mér á Ísland-Spán í knattspyrnu. Veit ekki einu sinni hvort ég fái gott sæti á Laugardalsvelli. Ekki heldur hvort ég fari einn á völlinn, en mér fyndist það þó frekar leiðinlegt. Fyrir tveim árum skelltum við okkur meðal annars til Barcelona & Parísar á stórafmæli mínu. Í framtíðinni mun ég vonandi halda við þessum skemmtilega sið að gera mér dagamun og á stórafmælum mun ég fara til útlanda. Eigum við að segja að ég haldi upp á næsta stórafmæli mitt með góðri Ítalíuferð. Árið verður 2015 og nú er um að gera að byrja að undirbúa sig.
Spurt er
Hvað á ég að gera á HM?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 5098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hjartans hamingjuóskir. endilega skelltu þér á völlinn strákur... þá sé ég þig kannski í sjónvarpinu...
það er afmælismót á mánudaginn, þú veist. þó ekki sett upp þér til heiðurs en þú færð köku og kaffi, pottþétt verðlaun (allir fá) og töluverða skemmtun ef þú mætir sko.
hann þórður sveins, lögfræðingur, formaður og gjaldkeri hefur fyllt þrjá tugi.
arnar valgeirsson, 8.9.2007 kl. 16:37
Nennti ekki á leikinn og er bara heima að horfa á plasma tækið mitt stóra. Núna er hálfleikur og staðan er 1-0 fyrir Ísland. Veit ekki hvort við náum að vinna, en jafntefli eru góð úrslit. ,,,,Kem á mánudaginn þegar ég hef borgað 230 þús. í húsaviðgerðir. Þarf að æfa mig fyrir deildó, sem VIÐ vinnum vonandi
Gunnar Freyr Rúnarsson, 8.9.2007 kl. 21:00
Til hamingju með afmælið, þótt í seinna fallinu sé
Vona að þú fáir e-ð gott í gogginn og gerir gott úr hlutunum. Kveðja.
Alma (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:31
til hamingju með silfrið. stóðst þig vel kallinn... kemur vonandi von bráðar á skak.is og hrokurinn.is og redcross.is
æfi mig bara og jarða þig næst....
arnar valgeirsson, 10.9.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.