5.12.2007 | 01:06
Snilld
Þvílík snilld er þetta lag. Ég á bara ekki til orð og það er langt síðan íslenskt lag hefur fallið mér svona vel í geð. Þetta lag er eiginlega schitzofreniskt. Tvö lög í einu lagi. Einfalt, hallærislegt, kröftugt og mjúkt í senn. Tveir miðaldar karlar, annar fríkaður eins og aðal gaurinn úr Rocky Horror Pictures Show, en hinn eins og feitur handrukkari. En báðir klæddir í gult & bleikt. Ég eiginlega krefst þess að þetta lag komist áfram í aðalkeppnina. Þetta er okkar síðasta von fyrir þetta Eurovision dæmi. Ég er búinn að taka þátt í þessu rugli síðan Gleðibankinn átti að sigra heiminn árið 1986. Síðan þá hef ég marg oft fallið í þá gryfju að halda með litla Íslandi því við værum núna komin með svo frábært lag. Síðast var það Eiríkur Rauði og þar á undan Silvía Nótt, en eins og venjulega þá komust við ekki einu sinni upp úr undanrásunum. En núna er rétta lagið komið og það er bara undir okkur sjálfum komið hvort við höfum vit á því að senda lagið til Evrópu.
Í gamla daga var það aðalbrandarinn hjá okkur vinunum að sjá Dr. Gunna á skemmtilstöðunum. Dr Gunni, sem var ekki mikið eldri en við og varla fríðari, kom iðulega út af skemmtistöðum eins og Laugavegi 22 með 2-3 stúlkur upp á arminn og hvarf svo upp Klappastíginn með þeim í eitthvað heimapartý. Að sjálfsögðu lögðum við saman 2+2 og fengum það út að þessi maður hlyti að vera hinn mesti sjarmör. Það var því viðkvæðið hjá okkur félögum að ef Dr. Gunni gæti náð sér í kerlingu, þá gætum við það líka. En því miður var það nú oftast brennivín og bjór sem við höfðum mestan áhuga á og allt annað klúðraðist að sjálfsögðu. Síðan þá hefur mér alltaf þótt dr Gunni vera yfirburðarmaður á sínu sviði. Ekki það að ég þekki manninn neitt og ekki lítur hann út fyrir að vera neitt sjarmatröll hvorki fyrr né síðar. Svo rifjast það upp núna að ég fyrirgaf honum aldrei fyrir að gefa Herberti Guðmundsyni hauskúpu í einkunn fyrir plötu sína í denn. Ég gat ekki eiginlega ekki fyrirgefið honum þessar árás á besta poppara Íslandsögunar, en núna er þetta allt gleymt. Dr. Gunni er bestur í heimi. Ísland best í heimi!
Dr- Spock : "Hvar ert þú
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 5084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
doctorinn er jafngamall okkur kallinn minn. og málið er að vera í hljómsveit ef maður vill tjellingar í lange baner. það er sko trixið.
skák hefur aldrei virkað vel á tjellurnar, þú lagðir fyrir þig vitlaust áhugamál.
arnar valgeirsson, 5.12.2007 kl. 14:13
Það er alveg rétt. maður fattaði þetta bara of seint
ég mæti svo á mótið á mánudaginn. Við verðum í hörkukeppni við deild 36 (skaftið+læknabústaðurinn), Erling Þórsteinsson, Björn Sig og félaga sem ætla sér sigur. Deildarstjórinn á þeirri deild Elías er víst þegar búinn að taka frá hillupláss fyrir bikarinn.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 5.12.2007 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.