Föstudagurinn langi

Það er gott að vera þreyttur.  Byrjaði um morguninn við sundin blá.  Þurfti að vinna morgunvakt, sem var sagt að ég skuldaði.  Um kvöldið ætlaði ég að taka þátt í stóru skákmóti á Litla Hrauni, en ég ætlaði að afboða mig vegna anna, en Arnar Skákmógúll fékk mig til að vera með, enda höfðu nokkrir skákmeistarar dottið af skaftinu.  Mótið var til heiðurs ungum Víking  sem næstu daga mun útskrifast úr betrunarvistinni nýr maður.  Meira að segja nýr skákmaður, því hann er grjótharður skákmaður líka, eins og hinir gaurarnir.  Virkilegir naglar við skákborðið og allt saman voru þetta helmassaðir náungar, sem taka vel yfir eigin líkamsþyngd í bekkpressu.  Meðal gesta á mótinu, voru m.a Hendrik Danielsen stórmeistari sem sigraði mótið.  Það kom mér vissulega á óvart hversu marga maður þekkti á staðnum.  Á heimleiðinni ákvað ég að kíkja á aðalfund Kraftlyftingasamband Íslands í Laugardal.  Ég kom að sjálfsögðu klukkutíma of seint og settist á næstaftasta bekk.  Ég hafði því miður ekki atkvæðisrétt því ég var ekki til í að greiða félagsgjöld í mínu gamla félagi, ef ég síðan má ekki keppa eða starfa við mót hjá öðru félagi.  En ákvæði þess efnis var samþykkt á fundinum.  Það kom mér á óvart hversu fáa ég þekkti á þessum fundi ólíkt hversu marga ég þekkti í Grjótinu fyrr um daginn.  Það var líka ljóst að fundargestir tækju fæstir eigin þyngd í bekkpressu, þótt auðvitað hefði mátt finna undantekningar á því.  Síðustu ár hef ég mætt sem áheyrnarfulltrúi á aðalþingið, en að þessu sinni þekkti ég fæsta.  Flestir af gömlu félögunum eru hins vegar farnir í annað samband og því var enginn andstaða við ákveðnar lagabreytingar.  Sérstaklega finnst mér skrítið að hið nýja félag ætlar að meina sínum félögum að keppa á mótum hjá hinum tveim samböndunum.  Í sjálfu sér botna ég ekkert í þessu rugli lengur.  Var ekki á landinu þegar Kraft klofnaði í annað sinn síðasta haust.  Ég veit að ég er ekki einn um að klóra mér í hausnum yfir þessu öllu saman.  Kannski eiga kraftamenn á Íslandi aldrei eftir að sameinast aftur, því sennilega er klofningurinn orðinn svo djúpstæður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður! Þetta klofningsástand er fyrir neðan virðingu vel gefinna manna. Segi og skrifa.   Að banna fólki að keppa nema það sé í viðkomandi félagi, er ekki í lagi með heilabúið í þessu liði?    Er nema von að kröftugir og hugsandi einstaklingar flýji svona umhverfi..? Annars er flott hjá þér að tefla við mannskapin, virkar hvetjandi og nærir líkama og sál.

Alma (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband