21.2.2008 | 01:12
Viva Kastro
Mikil meistari hefur nú stigið til hliðar og heimurinn er ekki samur eftir. Maðurinn sem hefur ríkt meðan um tíu Bandaríkjaforsetar hafa komið og farið. Morðtilræði CIA hafa að sögn verið nokkuð hundruð og ekkert fékk þó grandað karlinum. Vonandi verða samskipti Kúbu og Bandaríkjanna betri þegar Óbama & Clinton taka völdin í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs. Þá líkur vonandi yfir fjörtíu ára viðskiptabanni. Eina skemmtilega sögu heyrði ég um viðskiptabannið á sínum tíma. Jonn Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti hafði verið svo hugulsamur að byrgja sig upp af Cohiba & Monte Carlo vindlum áður en hann bannaði löndum sínum að kaupa þessa afurð. Síðan eru liðin tæplega fimmtíu ár. Í millitíðinni hafa Bandaríkjamenn samið um frið við allar óvinaþjóðir sínar, m.a Kína, Rússland og Víetnam. En litla Kúba er ennþá í ónáð.
Kastró segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er þetta með USA- forseta og vindla...? Annars þá hefur Castro stimplað sig
rækilega inn í Sögubækurnar. Það verður fróðlegt að fylgjast með seinni tíma umfjöllun um hann og hans stjórnaraðferðir, hvað árangur einræðisstjórn hans skilaði sér til Almúgans , hvort efnahagur landsins hafi batnað miðað við fyrir byltingu... og fleira áhugavert.
Alma (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:22
Man ekki hvar ég sá þetta, en Kennedy hafði víst byrgt sig upp af Cohibavindlum sem var í miklu uppáhaldi hjá honum. Síðan var viðskiptabanni skellt á og bestu vindlar í heimi hafa verið glæpavara í USA síðan. Man þegar ég var að stríða vindlasölum í Florida. Hann átti auðvitað enga Kúbuvindla en ætlaði að selja mér eitthvað drasl. Um að gera að skella sér til Kúbu áður en allt breytist þarna til verri vegar...Hannes Hólmsteinn skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag um feril félaga Kastro. Eflaust margt satt, en ég hef ekki séð hann skrifa eitt styggðaryrði um menn eins og Pinochett (í Argentínu) og álíka glæpona
Gunnar Freyr Rúnarsson, 22.2.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.