Ég er til

Ég vil endilega að stjórn HSÍ viti að ég er til í að taka við landsliðinu í handbolta.  Þrátt fyrir miklar annir get ég tekið að mér þetta verkefni, vegna þess að landsliðsþjálfaramálin eru komin í ógöngur.  Ég ætlaði ekki að bjóða mig fram, en núna þegar nokkrir sæmilegir hafa hafnað starfinu, m.a Dagur, Aron og Geir, þá tel ég brýnt að sá besti verði að bjarga málum.  Það eru nefnilega aðeins þrír menn á Íslandi sem hafa vit á handbolta.  Það eru Alfreð Gíslason, Viggó Sigurðsson og ÉG.  Alfreð hefur ekki tíma eins og alþjóð veit.  Viggó virðist ekki vilja taka liðið að sér aftur og telur að sinn tími sé liðinn.  Viggó er samt lang bestur að mínu áliti, en hann hefur gefið þetta frá sér og sagt að sinn tími væri liðinn.  Einnig er óvíst um afstöðu HSÍ til fyrrum þjálfara eins og Guðmundar GUðmundssonar og Viggó Sigurðssonar.  Ég hef því ákveðið að höggva á hnútinn og taka við liðinu.  Með mér í verkefninu verða vonandi Ólafur Guðmundsson fyrrum stórstjarna úr Víkingi og Guðmundur Ólsen KA maður. Ég mun fara þess á leit við þessa menn að þeir verði aðstoðarlandsliðsþjálfarar mínir, enda hafa þeir mikla reynslu úr handboltanum.  Einnig mun ég leggja mig í líma við að vinna náið með stjórn HSÍ og leikmönnum og fyrirliða liðsins.

 

Annars fannst mér  stórmerkilegt að hlusta á Þorberg Aðalsteinsson stjórnarmanni í HSÍ í þættinum "utan vallar" á Sýn í gær.  Maðurinn fór gjörsamlega hamförum.  Hann skýrði þó fyrir mér og öðrum sem voru að horfa sína skoðun á því hvers vegna Dagur, Geir og Aron tóku ekki við landsliðinu.  Þeir hreinlega þorðu ekki.  Það var búið að ganga að launakröfu þeirra Dags og Arons, en þeir hreinlega þorðu ekki að taka slaginn frekar en Geir Sveinsson.  Fyrst fannst mér Þorbergur vera mjög ómalefnalegur, en eftir að hafa hlustað á umræðurnar aftur, tel ég gaurinn bara vera að tala mannamál, eins og menn tala saman bak við tjöldin.  Ég hef því ákveðið að bjarga heiðri landsliðsins og býð mig hér með fram sem næsta landsliðsþjálfara.  Ég er góður kostur, enda með mikið vit á handbolta.  Einn af þrem mestu vitringum landsins í þessari íþrótt.  En reyndar er þessi íþrótt alger jaðaríþrótt.  Indverskt rottuhlaup er m.a mun vinsælla á heimsvísu.  Tveim sætum fyrir ofan handboltan.  Í 140 sæti að mig minnir.


mbl.is „Þið eruð með besta þjálfarann!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Sagt var að Þorbergur hafi verið drukkinn í þættinum.   Það skýrir væntanlega hversu afgerandi hann var.  Blaðamaðurinn við hliðina á honum hreinlega fraus.  Þorbergi fyrirgefst þetta vonandi.  Menn verða jú að geta talað mannamál, þótt smá trúnaðarupplýsingar um launakjör hefðu komið fram hjá þessum stjórnarmanni í HSÍ, sem var bara fulltrúi sjálfs sín í þættinum & kannski fulltrúi BAKKUSAR konungs líka.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 23.2.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband