1.4.2008 | 23:48
Í pílukastið
Ég tók þá ákvörðun í dag að verða pílukastari. Ástæðan er sú að mig langar mikið að breyta til og hella mér úr í nýja dellu. Gömlu áhugamálin eru hvort eð er ekki að gefa mér eins mikla gleði. Skákin stendur bara í stað, eins og Víkingaskákin. Lyftingarnar eru líka skemmtilegar og ég mun að sjálfsögðu stunda þær áfram eins og öll þjóðin gerir. En ég mun ekki keppa oftar í því sporti, því útilokað er að ég nái lengra sem gamall gigtarsjúklingur. Ég hef hvort eð er alltaf æft mér til ánægju og tekið þátt í nokkrum mótum með félögunum. Samt gaman að eiga nokkrar medalíur í safni sínu. Þar á meðal þrjú "gull". Annars hefur árangur ekki verið neitt sérstakur, en það hefur ekki skipt öllu máli. Annað er að áhugamálin skipta orðið minna máli en áður. Fjölskyldan er að sjálfsögðu númer eitt. Vinnan númer tvö. mennta sig meira númer þrjú og áhugamálin númer fjögur. Læt því allan leikaraskap mæta afgangi.
Ég náði nefnilega lífstíðarmarkmiði mínu í síðustu viku, þegar ég bætti mig loksins í bekkpressu. Ég náði að pressa upp 200 kg í bekkpressuslopp. Gamla æfingametið mitt var 190 kg, en ég hef verið að taka mest 180-85 kg á móti. Nú þegar útbúnaðurinn í bekkpressu er orðinn það góður að hann er sennilega farinn að gefa mér 30-40 kg aukalega, sem leiddi til þess að ég náði þessum áfanga.
Einn af mínum gömlu æskuhetjum Erlendur Valdimarsson kringlukastari náði m.a annars að pressa 200 kg með því að leggja handklæði á brjóstkassann og henda upp 200 kg. Fimmtudaginn 27. mars mætti í svo í Silfursport með sloppinn góða í töskunni. Fjölnir læknanemi og yfir-sloppafræðingur aðstoðaði mig við að koma mér í flíkina. Svo tók maður nokkrar upphitunarþyngdir, flestar misheppnaðar, en fór svo í 180 kg. Fjölnir rak mig svo í 190 kg, en vildi svo að ég færi næst í 200 kg. Ég taldi manninn vera brjálaðan en lét svo vaða. Þyngdin fór svo upp, með smá bumbulyftu. Að sjálfsögðu var þetta ekki lögleg lyfta þar sem hún var ekki tekin á móti, en engu að síður braut maður loksins sálræna múrinn. Flestir áhugamenn um líkamsrækt haf ekki tekið sína mestu lyftur í keppni. Því er auðvitað ekki hægt að færa sönnur á lyftuna. Einungis æfingafélagarnir geta staðfest árangurinn. Ég held því miður að ég nái ekki lengra en þetta. Vissulega gott að hafa loks náð að klára 200 kg, þótt lyftan hafi ekki verið framkvæmd á "ketinu" eða í móti.
Pílukastið er þegar hafið. Þjálfari minn er vinnufélagi minn Þröstur Ingimarsson, margfaldur meistari í bridds, skák og pílukasti. Bílskúrinn minn mun verða innréttaður sem æfingasalur af bestu gerð, þs þegar hann losnar. Ég er bara með 700 elóstig í pílukasti eins og er, en reikna með að verða 1000 stiga eló-maður áður en sumarið byrjar.
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvílik endemis stórþvæla þessi grein hjá þér Master...pílukast er bara fyrir sjúklinga af einhverju tagi. Þú átt að stefna að því að taka 200 í bekk í keppni eins og maður og dedda 300..þú getur þetta vel...ekki láta æfingaþyngdir sem telja ekkert gefa þér falska lífsfyllingu...TRÚA Á EIGIN MÁTT....SJÁÐU BARA iNGVAR RINGO...
Sir Cat (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:03
Nei, ég ætla að taka 2-3 mót í viðbót með ykkur. kannski 1.ár í viðbót, þótt ég verði máttlaus áfram. Vill endilega sjá "comeback" frá Sir-magister. Stefni að æfa smá. Þetta með pílukastið var hins vegar í tilefni 1. apríl
Gunnar Freyr Rúnarsson, 2.4.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.