5.4.2008 | 22:06
Nettengdur
Þá er maður loksins orðinn nettengdur aftur. Ákvað að prófa létta NOVA tengingu og gefa OgVodafone frí í smá tíma. Kosturinn við Nova er auðvitað verðið og svo er líka hægt að tengjast hvar sem er á Reykjavíkursvæðinu auk þess sem búnaðurinn á að virka í sumarbústaðinn, s.b Grímsnesið.
Keppti í dag á fyrsta kraftlyftingamóti Metals. Komst því miður ekki á verðlaunapall í dag, því andstæðingar mínir í 110 kg flokknum voru allir í feiknastuði. Baráttan hjá mér í dag snérist um að bæta eigin árangur og ná kannski 3. sæti í tótali. Því miður hafðist það ekki í dag og engum get ég kennt um það nema sjálfum mér. Æfingarnar hafa verið stopular og hnébeygjan setið á hakanum eins og fyrri daginn. Hins vegar var þetta ekki svo alslæmt, því ég bætti mig bæði í bekkpressu (á móti) og samanlögðum árangri. Ég hafði 190 kg í þriðju tilraun í bekkpressunni, eftir að hafa gert 180 kg ógilt og klikka svo á 190 kg í annarri tilraun. Aftur var það Fjölnir læknanemi sem gerði kraftaverk, en 200 kg á móti náðist því ekki að þessu sinni. Það kemur eftir mánuð á síðasta mótinu. Þá ætla ég að taka 250 kg í hnébeygjum, 200 kg í bekkpressu og 285 kg í réttstöðulyftu. Eða samtals 735 kg. Á maður ekki að vona það besta. Þetta var þó ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. Maður er jú bara gamall gigtsjúklingur.
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gengur bara betur næst sagði Ómar Ragnarsson við slökkviliðsmennina um árið. Eftir einn mánuð get ég bætt fyrir máttleysið í hnébeygjum og réttstöðulyftu. ...
Meistaramót WPC Ísland 2008 fer fram 3.maí
Gunnar Freyr Rúnarsson, 6.4.2008 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.