Íslandsmeistari

Þá tókst manni loks að vinna kraftlyftingamót, þar sem keppt er í öllum þrem greinum kraftlyftinga.  Áður hafði ég náð að vinna gull í Íslandsmót Kraft í réttstöðulyftu tvisvar sinnum og eitt gull í "Pull & push", þar sem einungis var keppt í tveim greinum kraftlyftinga, þs bekkpressu & réttstöðulyftu.

Eftir geysiharða keppni við Sverri Sigurðsson & Sigurjón Ólafsson náði ég að vinna gullið.  Fyrir mánuði síðan lenti ég í fjórða sæti í Metal-mótinu í sama flokki og þar sigraði Sverrir mig glæsilega, þegar hann reif upp 300 kg í réttstöðu eins og hrat.  Eftir það mót var ég harðákveðin að gera betur á síðasta móti keppnistímabilsins.  Ég dreif loks í því að fá mér útbúnað sem ég hafði svo lengi trassað.  M.a vegna þess að ég hafði ekki tekið þetta nægilega alvarlega.  

Á þessu síðasta móti vetrarins var ég með allan útbúnað í lagi, m.a sérstaka hnébeygjubrók, sérstaka deddbrók og tvo bekkpressusloppa.  Nýja sérútbúna hnébeygjuskó og nýtt kraftlyftingabelti.  Það dugði ekki minna til ef ég ætti að eiga séns í menn eins og Sverri, sem var í feiknaframför.  Annar gamall moli, Bjarki Hriki hafði greinilega engan áhuga að keppa í sama flokki og við, en hann var bara rétt rúmlega kíló þyngri en ég.  Hann hefði sennilega hirt gullið ef hann hefði skellt sér í gufubað.  Hann kaus hins vegar að keppa við sjálfan Magnús Ver í 125 kg flokknum, en Bjarki vigtaðist 111 kg.

Þrátt fyrir frekar stopular æfingar, náði ég loksins móti sem allt gekk upp.  Í fyrsta lagi var útbúnaðurinn í hnébeygju að gefa mér vel.  Svo hafði ég með mér frábæran aðstoðarmann, Metal-doktorinn Fjölni Teygjutvist sem eitt mesta tækniséní í þessu sporti.  Held að dæmið hafi ekki gengið upp á aðstoðar hans.  Einu vonbrigðin voru þau að taka ekki 200 kg í bekkpressu á mótinu, en upphaflega ætlaði ég bara ætlað að einbeita mér að því verkefni.  Því miður tókst það ekki að þessu sinni, en ég rétt lyftu rassinum af bekknum sem dómararnir tóku eftir.  

Niðurstaðan var bæting í öllum þrem greinunum og bæting í samanlögðu.  Bæting um tíu kíló í hnébeygju, tvö og hálft kíló í bekkpressu, tvö og hálft kíló í réttstöðulyftu og þrjátíu og fimm kíló í samanlögðu.  Samt finnst mér að ég eigi auðveldlega að geta bætt mig meira.  Í fyrsta lagi hefur maður aldrei nennt að æfa alvöru hnébeygjur með strákunum.  Í öðru lagi eiga tvöhundruð kílóin eftir að detta inn í bekkpressunni og gott betur og 300 kílóin í réttstöðu detta líka inn, þegar maður er farinn að taka hnébeygjur eins og maður.

Úrslit Íslandsmeistaramóts WPC


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Til hamingju með titilinn.  Gott að hafa aðra íþróttagrein til að keppa í og vinna.   he he 

Skákfélagið Goðinn, 4.5.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: arnar valgeirsson

ja, vissulega með sterkari skákmönnum. nokkuð ljóst.

til hamingju með titilinn. svo er mót á morgun í öðru af tveim glænýjum félögum í skáksambandinu. já og til hamingju með félagið þitt væni.....

í tilefni komu lóunnar er sumarmót á morgun klukkan eitt og ég vona að þú og fleiri komi. skilst að nýkrýndur forseti ætli að mæta og robbi er skákstjóri. þú færð veglegt verkefni þarna.

er jafnvel að hugsa um að skrá liðið mitt  á íslandsmótið sko. vantar bara tvo, þrjá góða, nú eða tvær eða þrjár og málið dautt. fimmtán manns skráðir allerede...

arnar valgeirsson, 4.5.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Ég mæti maður.  Að sjálfsögðu ef ég næ að stilla vekjarann.  Og til hamingju líka með þitt (okkar) félag skákfélag Vin.  Framboð Björns hefur þá gert eitthvað gott með því að Vin og Hrókurinn og einhver fleiri félög eru nú orðin félagar í Skáksambandinu.  Við borguðum okkar félagsgjöld og fengum að kjósa okkar menn.  Við erum allir eitt lið.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 5.5.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband