Æfingablogg

Núna er stefnan tekin á 770 kg í samanlögðu í kraftlyftingum.  Til að ná því takmarki verður maður meðal annars að æfa.  Núna ætla ég að uppljósta einn af mínum leynustöðum, þar sem ég byggði mig upp fyrir 715 kg bætinguna.  Hinir staðirnir voru, Bigg-Daddy gym og Silfursport.  Fjórði staðurinn er líka leynistaður, en þar voru meðal annars þrír WPC meistarar að æfa í gær.  Þetta er hins vegar leynistaður númer EITT: 

Tekinn hefur verið í notkun nýr og glæsilegur líkamsræktarsalur á Kleppi. 

Í tilefni af aldarafmæli Klepps vorið 2007 fékk spítalinn eina milljón króna að gjöf frá ACTAVIS.  Ákveðið var að ráðstafa gjöfinni á þann hátt að hún nýttist sem allra flestum á endurhæfingu geðsviðs.
Gamla starfsmannaráðið lagði líka til eina miljón króna  sem var lokaverkefni starfsmannanefndarinnar á Kleppi og fyrir tilstuðlan
Hreyfingar voru tækin í líkamsræktarsalnum á Kleppi endurnýjuð. Þannig varð til hinn glæsilegasti tækjasalur sem er nú til afnota fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Þann 3. apríl 2008 var nýi líkamsræktarsalurinn opnaður með viðhöfn að viðstöddum fulltrúum frá
Actavis og sviðsstjórum geðsviðs ásamt sjúklingum og starfsfólki á Kleppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband