31.5.2008 | 07:24
Ein jarðskjálftasaga
Sem betur fer var jarðskjálftinn á fimmtudaginn ekki mannskæður, en engu að síður voru margir í miklu sjokki vegna eyðileggingar á innbúi. Sem dæmi lenti einn vinnufélagi minn í Hveragerði mjög illa í því. Hins vegar er merkilegt að heyra reynslusögur fólk í Reykjavík. Sjálfur var ég t.d ekki staddur á heimili mínu sem staðsett er á þriðju hæð í Álftamýri. Já í miðri mýri upp á þriðju hæð. Mér er sagt að það hafi verið hrikaleg upplifun að sjá gólfið og rúður bogna í skjálftanum. Konunni var svo brugðið að hún hljóp út úr húsinu skelfingu lostinn, en vinkona hennar sem var í heimsókn flúði með henni með sinn strák.
Ég var sjálfur á aukavakt á geðdeild Landspítalans við Hringbraut og var að opna hurðina fyrir einhverjum gesti þegar ég heyri mikil læti. Það fyrsta sem mér datt í hug var að einn skjólstæðingur minn væri að "snappa", en einn karlmaður á deildinni hafði verið að spennast upp eftir að líða tók á daginn og ég ályktaði sem svo að hann væri nú byrjaður að henda til húsgögnum í stofunni.
Þegar ég áttaði mig á að um jarðskjálfta var að ræða, þá brunaði ég heim til að taka niður verðmætar styttur og verðalauna gripi sem ég hafði raðað mjög ógætilega á hillu, sem staðsett er beint yfir hornsófa stofunnar. Sem betur fer hrundi ekkert úr þeirri hillu, en mér er sagt að sjónvarpið hafi verið á fleygiferð á á sínum stað. Síðan brunaði ég í Hafnarfjörðinn, þar sem ég er að vinna á sambýli. Ég mætti þangað alltof seint, enda þurfti tók tíma að koma við heima til að kíkja hvort ekki væri í lagi með mitt fólk og innanstokksmuni. Ég gat að sjálfsögðu ekki hringt heim, því farsímakerfið lá niðri fyrsta klukkutímann eftir skjálftann. Einnig var fólki ráðlagt að vera ekki að tala í símann að óþörfu.
![]() |
Snarpir eftirskjálftar í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 5086
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.