Hneyksli

Ég er að reyna að setja mig inn aðstæður fyrir norðan og velti fyrir mér hvers vegna mátti ekki þyrma dýrinu.  Hvítabjörninn er dýr sem sagt er í mikilli útrýmingarhættu.  Samt er hlupið til í einhverju móðusíkiskasti og dýrið aflífað.  Hvers vegna var ekki hægt að elta dýrið með Víkingasveitinni.  Jafnvel þótt þoka hefði skollið á þá vissi öll þjóðin að Björninn litli hefði gengið laus og fólk hefði farið varlega.  Hvers vegna var eitt hundruðum milljóna að bjarga Keikó á sínum tíma, en ekkert gert fyrir litla og sæta dýrið.

Við búum við ótta á hverjum degi.  Sem dæmi þá ganga alvarlega veikir menn lausir á Íslandi, sem geta hvenær sem er tekið upp á því að meiða menn eða drepa.  Fólk sem er í mikilli neyslu og gengur um tryllt og galið um bæinn.  Bara tímaspursmál hvenær þeir drepa einhvern.  Hvers vegna eru þessir einstaklingar ekki aflífaðir til að ég geti gengið öruggur um bæinn.  Eða að minnsta kosti skotnir sterkum deyfilyfjum til að svæfa þá og flytja þá á Litla Hraun eða Sogn í laus pláss.

Hvers vegna eru umferðaníðingar ekki teknir úr umferð.  Menn sem eru teknir aftur og aftur á manndrápshraða í umferðinni.  Menn sem geta valdið stórtjóni hvenær sem er.  Ég legg til að þessi menn verði teknir úr umferð eða svæfðir með deyfilyfjum.

Hvers vegna eru ofbeldismenn ekki teknir úr umferð á íslandi?  Nei ekki fyrr en þeir slasa einhvern alverlega eða drepa einhvern.  Eru ofbeldismenn kannski í útrýmingarhættu?  

Það verður að vera til einhver viðbragðsáætlun næst þegar Hvítabjörn sést á Íslandi.  Það þurfa að vera til rétt deyfilyf til að svæfa Björninn og senda hann aftur til sinna náttúrulegu heimkynna hver sem þau nú eru.  Eða setja hann í Húsdýragarðinn með stórt svæði í kringum sig.  Varla getur það verið verra en að aflífa dýrið.  Svo gæti líka farið að heimsóknir Hvítabjarna til Íslands fari fjölgandi á næstu árum og áratugum, vegna hlýnunar jarðar og minnkunar jökla.  Þá verða þeirra náttúrulegu heimkynni á Íslandi.  Þá verður þeim endanlega útrýmt eins og Geirfuglinum. 


mbl.is Skýrist á næstu dögum hvað verður um ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

nú ertu farinn að fílósófera heldur mikið um bangsa, geirfugla og allskyns aðra fugla....

en formlegt boð fylgir hér með á mótið á mánudaginn. er á síðu minni. verður stuð.

arnar valgeirsson, 7.6.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband