Salou-Tarragona-Barcelona

Fórum í vikufrí saman eftir erfiðan vetur.  Skruppum til enska túristabæjarins Salou, sem strandbær sunnarlega á Catalóníu-skaga.  Fengum ódýrt flug og full ódýrt íbúðarhótel.  Kannski slæmt vegna þess að ekkert sjónvarp var í "íbúðinni".  En að öðru leiti var hótelið fínt og á veitingastað hótelsins var m.a stórt breiðtjald, þar sem leikirnir úr EM voru sýndir, en þeir voru reyndar sýndir á hverri einustu búlla í þessum bæ, þar sem Bretar hafa tekið sér bólfestu.  Bretarnir virðast fljúga beint á lággjaldaflugvöll sem er ekki langt frá, en við flugum hins vegar til Barcelóna sem er í um 80 km fjarlægð frá staðnum.  Einnig voru Rússar mjög áberandi á svæðinu en þeir virðast dvelja meira á lúxushótelunum með fjölskyldur sýnar meðan bláfátækir Bretar dvelja á Hostelum.  Þeir eru þó flottir blessaðir Rússarnir þegar þeir biðja um heila vodkaflösku á borðið og drekka hann dry öll fjölskylan saman.  Það var fullt starf að elta Sigga litla allan daginn, en hann skemmti sér konunglega við sundlaugina og á ströndinni.  Það hefði verið nær útilokað að taka hann með t.d til Kanada í keppnisferð kraftlyftingamanna.  Það hefði ekki verið vinsælt og ekki skapað neinn vinnufrið.  Dýrasti hluti ferðarinnar var leigubíll frá Barcelónaflugvelli til Salou, en hann kostaði heilar 200 evrur sem skiptust á milli okkar og tveggja vinkonur Deng sem ferðuðust með okkur.  Mæli þó með þessum fallega túristabæ, enda stutt að fara þaðan til Tarragona einnar merkustu söguborgar Catalóníu.  Einnig var rúmlega tveggja tíma rútuakstur til Barcelóna, en þangað fórum við tvisvar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband