19.6.2008 | 20:59
Þýska stálið
Þjóðverjar voru rétt í þessu að vinna skemmtilegt lið Portúgala í EM í knattspyrnu. Þýska stálið stendur enn fyrir sínu og skiptir þá engu máli hvernig þeir litu út í riðlakeppninni. Þeir gera bara það sem þarf. Það sama gera Ítalir sem ég spái að fari í úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum.
Skemmtileg lið eins og Holland, Portúgal, Króatía, Tyrkland og Spánn eiga engan séns gegn liðum eins og Ítalíu og Þjóðverjum. Frakkar eru líka í hópi þessara liða sem oftast fara alla leið, þótt þeir hafi ekki gert það í þetta skiptið. Það eru eiginlega alltaf þessi þrjár Evrópuþjóðir sem vinna þessar stórkeppnir, með örfáum undantekningum þó. Sem dæmi náðu Danir að vinna 1992 og Grikkir árið 2004.
Mitt lið í þessari keppni er spænska liðið, en til vara held ég með Tyrkjum. Einnig hef ég taugar til hollenska liðsins, en það breytir því ekki að ég tel að þjóðverjar vinni þessa keppni með því að vinna Ítalíu í úrslitaleik.
Spá mín:
1. Þýskaland
2. Ítalía
3. Holland
4. Rússland
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn heim úr fríi, vonandi endurnærð
og tilbúinn í verðbólguhasarinn.. Mér fannst Þjóðverjarnir miklu betri, vera öruggari og skipulagðari. Ekkert nýtt þar á bæ.
Alma (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:50
Já, ég kemst víst ekki mikið frá Tiger og frú þessa dagana. Fórum því öll saman í viku "afslöppun". Verst að komast ekki í alvöru útskriftarveislu.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 19.6.2008 kl. 23:55
Jamm, en vita máttu að fjörið varð mikið og lengi, matur,söngur og dans. Gengur betur næst
Alma (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.