20.6.2008 | 22:01
Tyrkjaránið
Króatar náðu ekki að hefna fyrir Tyrkjaránið, því Tyrkir unnu Króata í alveg mögnuðum leik áðan. Verð að viðurkenna að þessi leikur slær þá dramatískustu út, m.a Meistaradeildarleikinn frá árinu 1999. Tyrkir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu í framlengingunni. Þeir unnu svo í vítaspyrnukeppni, þar sem Rustu markvörur varða m.a eina vítaspyrnu.
Tyrkir eru eitt af mínum liðum eins og áður hefur komið fram. Ég átti m.a forláta trefil merktan tyrkneska landsliðinu, en hann er núna í eigu Narfa bróður sem er líka eitilharður aðdáandi tyrkneska landsliðsins.
Ég var reyndar á aukavakt í nótt, þar sem umræðuefnið var meint fjöldamorð Tyrkja á Armennum í upphafi síðustu aldar. Tyrkir dagsins í dag geta varla borið ábyrgð á þeim hörmungum, frekar en ungir Þjóðverjar í dag bera ábyrgð á grimmdarverkum Hitlers. Tyrkir mættu samt viðurkenna glæpinn og einnig mega þeir bæta sig á mörgum sviðum mannréttindamála, m.a framkomu þeirra í garð Kúrda.
Svo er auðvitað nauðsynlegt að hamra á því að það voru ekki Tyrkir sem rændu og rupluðu á Íslandi á miðöldum, heldur dyggir þjónar þeirra Hund-Tyrkir frá Alsír.
Minn gamli vinur Róbert Samúelsson frá Armeníu verður alveg brjálaður þegar hann fréttir að ég sé orðinn einn dyggasti stuðningsmaður tyrkneska landsliðsins. Svo er það auðvitað Íslandsvinurinn Halim-Al sem sem hefur verið góð landkynning fyrir Tyrki á Íslandi. Það mál hefur skemmt mikið fyrir Tyrkjum sem hér eru búsettir. Ég hef kynnst örfáum Tyrkjum og þeir eru síst verri en aðrir nýbúar. Alla veganna skárri en Grikkir. Áfram Tyrkland!
Tyrkir unnu í dramatískum leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
áfram KA, Leeds og ég veit ekki..... fíla ekki þjóðverja, ekki spánverja og held bara að ég haldi með rússum, svei mér þá.
farinn norður á strandir bara....
arnar valgeirsson, 20.6.2008 kl. 23:58
Ömm... vertu aðeins rólegur ... það er ENGINN leikur sem slær út 99 leiknum ... punktur !!! Það mun aldrei neinn leikur slá út þann leik !
Binni (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 04:40
Varðandi mannréttindamál þá má byrja á málefnum kvenna þar í landi. Ekki tala um H.Al.. Það getur eyðilagt fyrir manni áhuga á t.d. fótbolta þeirra. Sem þýðir að ég styð önnur lið.
Alma (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 17:27
Já, þessi "Evrópuþjóð" er auðvitað mjög umdeild hér í Evrópu
Gunnar Freyr Rúnarsson, 21.6.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.