Fallandi frægð

karpi.jpgFallandi frægð er best sagði víst einhver spekingurinn.  Þegar ég kíkti á eló-skákstigalistann í vikunni komst ég að því til skelfingar að ég hafði lækkað um heil 30 elóstig.  Þetta voru auðvitað vonbrigði þar sem ég er að mestu hættur að tefla, nema eingöngu fyrir Víkingaklúbbinn.  Það var einmitt í Íslandsmóti skákfélaga sem ég misst þessi stig, en ég náði samt 5 vinninga af sjö mögulegum.  Ég hækkaði við þann árangur á Íslenskum stigum, en hríðlækkaði á alþjóðlegum.  Það var vegna þess að ég tefldi bara við tvo sveppi með alþjóðleg stig og tapaði fyrir báðum.  Því hrapaði ég úr 2141 stigi niðrí 2115. 

Eftir að hafa spurst fyrir um þetta komst ég að því að ég hafði víst svo háan stuðul ennþá, sem þýðir að við hvern vinning tapar maður slatta af stigum og vinnur hækkar líka vel ef vel gengur.  Stuðullinn hjá mér er víst ennþá 25.   Ég verð því að sætta mig við að vera fallandi "stjarna" og reyna nú með öllum mætti mínum að halda mig fyrir ofan 2100 stiga múrinn.  Besta leiðin til þess er auðvitað að hætta alveg að tefla. Stjórna þá hreinlega Víkingasveitinni á hliðarlínunni í versta falli.

Spurning hvort ég sé nokkuð fallandi í bréfskákinni.  Ég hef nýlega keypt mér betri tölvu, sem er mun hraðari og með meira innra minni en gamla tölvan.  Síðan komu tveir af betri bréfskákmönnum landsins með besta skákforritið sem hægt er að fá í dag og settu það í tölvuna mína.  Vonandi er maður ekki alveg ellidauður í þeirri tegund skákar.

Fallandi frægð er kannski það besta.  Á myndinni má sjá fjórar fallandi stjörnur.  Talið frá vinstri, Jóhann Hjartarson fyrrum ísl. meistari í skák, Anatoly Karpov fyrrum heimsmeistari í skák, Lew Aronian fyrrum Armeníumeistari í skák & hirðfíflið Gunz fyrrum al-heimsmeistari í Víkingaskák.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er nokkuð góður klúbbur þarna á mynd. heppinn ef þú fengir að vera á fjórða borði.... af fjórum.

en sígandi lukka er best. þýðir það sama og fallandi frægð sko.

sendi þér póst v. grænlands. svaraðu maður. ef þú hefur efni á nýrri íbúð og nýrri tölvu ættirðu að geta skroppið rétt yfir sundið....

arnar valgeirsson, 13.7.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Já, mig langar mikið til Grænland.  Mjög mikið, helst hefði ég koma og taka konu og börn með.  Get ekki stungið af nema vera á 5 stjörnu hóteli...Kannski ég gæti þá hækkað eitthvað á elóstigum?

Gunnar Freyr Rúnarsson, 13.7.2008 kl. 20:59

3 identicon

Mögnuð heimildarmynd....

Sir Magister (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband