24.7.2008 | 13:44
Tvær stjörnur
Tvær stjörnur slógu í gegn í síðustu viku.
Herbert Guðmundsson komst enn og aftur í fréttirnar, en ekki fyrir ís í brauðformi, eða skemmt þak í raðhúsi heldur kom það í ljós að sjálfur Rolling Stones trommarinn Charlie Watts hefði slegið húðir á bestu plötu Íslandsögunar, Dawn on the Human Revolation, sem kom út 1985. Þar á meðal í stórsmellnum Can´t Walk Away.
Agnes Bragadóttir kom líka með skemmtilegt innlegg þegar hún upplýsti okkur Sjálfstæðimenn um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki verið velkominn vestur á Flateyri í minningarathöfn um Bjargvættinn Einar Odd. Agnes sýnir með þessu að hún er sannur Sjálfstæðimaður að minna okkur á óvini flokksins. Agnes móðgaði víst einhverja Flateyinga, en hún móðgaði ekki okkur sanna Sjálfstæðimenn. Við höldum baráttunni áfram.
Hér má sjá skemmtilegt myndband með þessum tveim skemmtilegu stórstjörnum.
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Veikindafríi Palla formlega lokið
- Ég hafði uppi mjög sterkar varnir
- Katrín á Aldrei fór ég suður
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
Athugasemdir
Agnes var "flott" í Kastljósinu í kvöld. Og í vikunni var hún stóryrt í garð Árna Johnsen, sem ætlar í meiðyrðamál við hana. Agnes er auðvitað holdgerfingur "Davíðsarmsins" hjá okkur og ætti að fá stórriddarakrossinn fyrir hollustu. Hún gagnrýndi m.a Þorgerði Katrínu, sem sýnir hversu holl hún er okkar armi. Agnes í pólitíkina, takk!
Gunnar Freyr Rúnarsson, 25.7.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.