Hrikaleg veiðiferð

Við fórum í hrikaleg veiðiferð um daginn.  Byrjuðum að reyna að veiða eitraða ála í Varmá í Hveragerði, en færðum okkur svo til Þingvalla í landi Miðfells.  Þar vildi Benjamín endilega veiða á erfiðast svæðinu.  Svæðið lítur í raun sakleysislega út, en veiðiferðin endaði samt með því að hálf veiðistöngin endaði í vatninu.  Hvernig strákurinn fór að því er of löng saga, en vonlaust var að veiða stöngina úr vatninu með góðu móti, vatnið var of kalt og steinarnir sleipir og hættulegir á þessu svæði.  Endaði þó með því að óðalsbóndinn Sveinn bjargaði stönginni með aðstoð báts um þrem dögum seinna.  Það fór þó ekki betur en svo að Sveinn hrasaði á sleipum steinunum og var í raun heppinn að stórslasa sig ekki.  Hann lét þó gera að sárum sínu á læknavaktinni í Mosfellsbæ.  Það er því ljóst að sjaldan er of varlega farið í veiðimennskunni.  Það skal þó taka fram að Benjamín litli veiddi tvo væna silunga áður en hann týndi stönginni. Masterinn veiddi hins vegar ekki neitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja-há.. það sagði enginn að veiðiferðir væru hættulausar En mikið er fallegt þarna við Þingvallavatnið enda Þingvallaþjóðgarðurinn með allra fallegustu stöðum landsins Gengur betur næst, eins og þar stendur!

Alma (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Hef bara ekkert veitt í sumar sjálfur.  Verð að bæta úr því

Gunnar Freyr Rúnarsson, 12.8.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband