23.8.2008 | 11:42
Skákćfingar
Nú er ćtlunin ađ gera Víkingaklúbbinn ađ Íslandsmeisturum skákfélaga. Reyndar í 4. deild, en ţađ ćtti ekki ađ skemma fyrir ánćgjunni. Til ţess ađ Víkingar verđi í baráttunni verđum viđ ađ ćfa okkur eitthvađ. Sjálfur ćtlar formađurinn ađ sýna gott fordćmi. Fyrst fór hann til Grćnlands og tók ţátt í Grćnlandsmeistaramótinu í 5. mínútna skák. Löberen-meistaramótiđ, sem hann náđi ađ vinna ásamt Einari Einarssyni međ 4.5 vinninga af fimm mögulegum. Sagt var ađ Masterinn hefđi tapađ á stigum, en reglan er nú reyndar sú ađ menn deila titlinum, en sá sem vinnur á stigum tekur fyrstu veđlaunin. Borgarskákmótiđ er t.d eitt dćmi um ţađ.
Tveim dögum seinna tók Masterinn ţátt í Greenland Open, en ţađ gekk ekki eins vel, enda var ţar teflt í 7. mínútna skákum, sem henta karlinum ekki eins vel. Ţar endađi Masterinn í 5-14 sćti.
Ţegar heim var komiđ skellti karlinn sér á Borgarskákmótiđ og endađi ţar í 6-9 sćti međ 5 vinninga af sjö mögulegum. Tefldi ţar viđ sex stigahćrri skákmenn, en einungis einn var stigalćrri. Vann ţar kempur eins og Lenku, IM-Sćvar Bjarnason, Braga Halldórsson og Pálma Pétursson. Tapađi fyrir Arnari Gunnarsyni & Guđmundi Kjartanssyni.
Nćsta verkefni var hrađskákkeppni skákfélaga ţar sem Víkingasveitin mćtti sterkri sveit KR-inga, en KR karlarnir eru geysiharđir og flestir ennţá vel yfir 2100 eló-stig. KR-ingar unnu reyndar međ 52 vinningum gegn 18. Sjálfur fékk ég 9.5 vinninga af 12 mögulegum, sem ég var reyndar mjög ánćgđur međ enda keppendurnir ekki af verri endanum. Tefld m.a tvöfalt viđ meistara eins og Hrannar Baldursson, Gunnar KR. Gunnarsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Jón Friđjónsson, Hilmar Viggósson, Sigurđ Herlufsen og hin geysiharđa formann KR, Kristján Stefánsson. Hinir félagar mínir voru ekki í stuđi og fengu samanlagt átta og hálfan vinning.
Hins vegar bođuđu tveir menn forföll á síđustu stundu og varamađurinn Emil Ólafsson hljóp í skarđiđ og stóđ sig međ prýđi, enda átta ađ ţjálfa hann upp í ađ verđa kletturinn í B-liđi Víkingasveitarinnar á nćsta tímabili. Kristberg Jónsson sterkasti mađur heims fatlađra kom líka óvćnt inn í liđiđ og hann mun vonandi nýtast B-liđinu á nćsta keppnistímabili.
Spurt er
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.