Hvar er Siggi Sig?

Einn bloggvinur minn er nú gufaður upp.  Hann heitir Sigurður Sigurðarson og fór víst mikinn á bloggheimum.  Ekki vissi ég mikið um þennan karl annað en að hann var gamall sjóari, kommúnisti og hélt með KR.  Annars virtist þetta vera besti karl og líktist hann pínulítið gömlu rúnumristu körlunum sem unnu með mér í Búr og á Kirkjusandi í gamla daga.  Gamlir sjóarar sem höfðu prófað ýmislegt í Hull og Hamborg. 

Sennilega hefur viðkvæm ritstjón Moggabloggsins lokað á karlinn, alveg eins og á stórvin minn Emil Ólafsson sem fór hamförum á blogginu í fyrra.  Það var víst lokað á hann líka. 

Ekki þekkti ég Sigurð, en hann virtist þekkja mig ágætlega.  Hann var m.a í fjölskyldutengslum við einn þéttan skákmann.  Vonandi heilsast honum vel karlinum.  Blessuð sé minning hans.

author_icon_20677.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held nú að myndin sé ekki í raun og veru af honum en það var lokað á kallinn vegna kvartana. Þótti of klámfenginn eða eitthvað slíkt. Las aldrei bloggið hans en veit að athugasemdir hans við önnur blogg þóttu ekki við hæfi.

Þórhildur (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 18:24

2 identicon

Kannski hefur hann lokað blogginu sjálfur eða hefurðu heyrt að það hafi verið lokað á hann?...Snorri getur nú svarað því! -

Annars var þessi kall skemmtilega grófur hérna þegar hann var að tala um ferðir sínar í melluhverfin í hafnarborgum heimsins..Kannski hafa femínistar kært hann til einhverrar yfirstjórnar hérna. Allt sem viðkemur mbl er nú ekki merkilegt heldur og mætti vel loka öllu þessu bloggi sem er ritskoðað á fullu

Sir Magister (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

já, mér finnst þetta skítt ef satt er.  Þessi persóna gerði ekki flugu mein, en talaði bara kjarnyrt sjómannamál.  Reyndar sannfærist ég alltaf um að maðurinn sé dýr, þegar maður kynnist melluköllum á sjötugsaldri. 

Hvað er þetta annars með bloggvini mína?  Eru þeir eitthvað hættulegir eða...

Ertu að horfa á leikinn Magister?

Gunnar Freyr Rúnarsson, 10.9.2008 kl. 18:33

4 identicon

Já,ég er að horfa leikinn...vona að við jöfnum þetta...ég var búinn að spá okkur sigri...sé þig á æfingu á föstudag í Steve Gym..Geysir mætir og Bekkurinn og Tvister og Fighter ofl. -ekki fela þig í skúnkagymum

Sir Magister (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jedúddamíaogmellurnarmeð.

Manstu kvöldin okkar úti í Hamborg. En hvað var það sem frúin í Hamborg gaf ykkur strákar? Fljótið sem rennur í Hvítá og verður Ölfusá?

Sigurður Sigurðsson, 13.9.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Gott að þessar náðu ekki að þagga niðrí þér...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 14.9.2008 kl. 00:11

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

En hefurðu ekki fattað þetta Gunnar, hvað er það sem rennur í Hvítá og verður að Ölfusá. Það fær maður sko hjá frúnum í Hamborg.

En ég þakka fyrir gamli ven.

Eftirmáli: Ég sé að magistertitturinn þekkir vel melluhverfin í Hamborg. Hann hlýtur að vita hvað úr hverju Ölfusá er búin til!

Sigurður Sigurðsson, 15.9.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband