7.10.2008 | 00:10
10.000 manns
Mín spá er að 10. 000 manns verða gjaldþrota á næstu misserum. Ég hef ekki hundsvit á hagfræði, en núna er allur bærinn að tala um hagfræði. Gengi, gengisvísitala, stýrivextir osf. Spái 50% verðbólgu, en það þýðir 50 % launalækkun. Hvað þýðir það fyrir þá sem tóku gengislán. Váá. Mamma mía.
Sjálfur bauðst mér að taka gengislán í fyrra. 70% lán hjá Frjálsa Fjárfestingabankanum. Því miður gat ég ekki brúað bilið, þannig að ég neyddist til að taka 80% lán hjá Íbúðarlánasjóði. Mikið djöful var ég svekktur. Er ekki eins svekktur í dag, en samt óttast ég næstu daga og vikur.
Í dag er ég ekki í sem verstum málum, en maður veit aldri. Árið 2000 var ég sjálfur á barma gjaldþrots. Skuldaði marga mánuði í afborganir af öllum lánum. Þrjá mánuði hér og þrjá mánuði þar. Vanskilagjöld og dráttarvextir. Hótanir um fjárnám osf. Þessi tími herti mig mikið og ég komst að mestu úr þessu. Tók til hjá mér á mörgum sviðum. Ég verð kannski ekki sá fyrsti sem verður gjaldþrota, en maður veit aldrei.
Mér skilst að efnahagslægðir taki yfirleitt mörg ár. Þetta lagast ekki á morgun og við skulum samt ekki láta hugfallast. Þetta lagast allt vonandi.
Ég var að vinna í fiski á Kirkjusandi í gamla daga. Síðan þótti mér skrítið að ganga um á marmaragólfinu á Kirkjusandi rúmlega áratug síðar. Hvernig væri nú að breyta þessu húsi aftur í frystihús og þjóðin læri nú að vinna almennilega. Fannst rosalega gaman að sjá minn gamla vinnufélaga fyrir utan Kirkjusand, daginn sem íhaldið rændi bankanum. Hann talaði um skrítna hluti. Það var líka margt skrítið brallað á Kirkjusandi í gamla daga.
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.