Rannsókn

Við eigum að fara nákvæmlega ofaní saumana á því hvað gerðist, þegar íslenskt fjármálalíf hrundi til grunna á nokkrum dögum.  Ástæður fyrir hruninu liggja ekki á ljósu, en á Íslandi er um það bil að hefjast nornaveiðar þar sem hengja á þrjótinn (þrjótana).  Ég vil óháða rannsóknarnefnt sem veltir við hverjum steini í þessu máli og allir Íslendingar eiga nú heimtinga á að vita hvað gerðist.  50-60% af þjóðinni finnur mjög harkalega fyrir ástandinu og ég hef ekki ennþá hitt þann mann, sem ekki hefur tapað einhverjum fjármunum.  Það þýðir td ekkert að fá Íslendinga í þessa rannsóknarnefnt í því klíkusamfélagi sem hérna þrífst.  Alþingi getur t.d ekki fjallað um þetta mál.  Það er t.d alveg ljóst að "óháð" nefnd frá alþingi mun bara draga suma til ábyrgðar, en hlífa öðrum.  Við verðum að fá sérhæfða útlendinga til að velta við öllum steinum og finna hvern einasta orm.  Fyrstu mistökin voru klárlega gerð þegar ríkisbankarnir Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir til góðvina.  Eftir það dansaði nær öll þjóðin í kringum gullkálfinn.  Nánar um það síðar..............
mbl.is Millifærslur milljarðamærings gufa upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Styð það að bankarnir verði rannsakaðir ítarlega, og þá verður líka auðvitað að byrja frá rótum í "banka bankanna" sem stendur við Kalkofnsveg!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband