2.11.2008 | 22:07
Muhammad Ali
Muhammad Ali er að mörgum talinn besti hnefaleikamaður sögunnar. Allir þeir sem fylgst hafa með íþróttinni vita að hann var sá besti. Hann var goðsögnin, sem vann alla. Suma þurfti hann að hafa fyrir, en móti öðrum var talið að hann ætti ekki séns, m.a George Formann. En Muhammad Ali vissi ekki sinn vitjunartíma. Hann hætti of seint. Síðustu bardagar hans voru skelfilegir. Hann tapaði tveim síðustu bardögum sínum fyrir Larry Holmes og Trevor Berbick. Svo tapaði hann fyrir Leon Spinks í fjórða síðasta baraganum, en náði svo að vinna hann aftur. ALi hefði ekki þurft að enda svona. Hann vissi ekki sinn vitjunartíma og hann varð því niðurlægður á endanum. Endir Ali er auðvitað endir okkar allra. Við náum ákveðnum toppi, en eftir það liggur leiðin niður á við. Goðsögnin lifir samt.
Einhvernvegin hugsar maður um Ali, þegar maður sér yfirburðamenn á einhverju sviði lenda í svipuðu. Það gerist m.a í pólitíkinni. Menn sem hafa verið yfirburðarmenn eiga að hætta á toppnum, sé þess kostur. Menn vita ekki sinn vitjunartíma og þá getur þetta farið illa. Þeir geta líka með framferði sínu haft áhrif á saklaust fólk og vinna ekki bara sjálfum sér skaða, heldur öllum í kringum sig. Jafnvel allri þjóðinni.
Muhammad Ali minnir mig dálítið á ákveðinn stjórnmálann. Mann sem nær allir dýrkuðu & dáðu, en núna sjáum við manninn í síðasta bardaganum. Bardaga sem hann þurfti ekki að fara í, enda var hann löngu búinn að sanna sig. Tapið gegn Trevor Berbick 11. desember 1981 var ömurlegur endir.
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.