6.11.2008 | 07:43
Hvað er eiginlega að gerast?
Hvað er eiginlega að gerast hjá Íhaldinu? Þegar Davíð Konungur tók við þeim ágæta flokki í upphafi tíunda áratugarins var allt í upplausn. Flokkurinn var margklofinn, m.a í Borgaraflokkinn, auk þess sem margir smákóngar ríktu hver í sínu horni. Við munum öll eftir þessum ósnertanlegu körlum. En Davíð losaði sig við alla andstöðu og allir smákóngar hurfu eða voru sendir í útlegð. Enginn þorði lengur að tjá sig, nema eftir flokkslínunni. Fólkið í landinu kunni að meta þetta og framundan var bullandi góðæri, með styrkri stjórn Framsóknar & Íhalds.
Enginn þorði að hreyfa við karlinum og hann fór svo á hefðbundið elliheimili fyrir valdamikla stjórnmálamenn. Hann skipaði sjálfan sig sem aðalbankastjóra Seðlabankans.
En hvað er nú að gerast? Er tími smákónganna í flokknum að renna upp aftur?
Þorgerður Katrín viðist vera að stimpla sig inn í framtíðina með sjálfstæðum skoðunum í Evrópumálum. Hún skýtur líka föstum skotum á seðlabankastjórann, sem er auðvitað algjört guðlast. Nokkrir þingmenn eru núna að skapa sér sérstöðu, m.a er breytinga að sjá á Pétri Blöndal og Kristjáni hinum norðlenska (Æ, hvað heitir hann nú aftur?)
Og kerlingarnar eru að fylgja í kjölfarið. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er nýi smákóngurinn i flokknum. Hún hefur m.a þorað að gagnrýna sjálfan foringjann og vill seðlabankastjórnina burt. Verður ekki Davíð bara að koma aftur og hreinsa til í flokknum, eins og hann gerði á sínum tíma? Spurning hvort við eigum ekki að kalla á Jón Steinar úr Hæstarétti. Fá Kjartan frænda aftur til baka í plottið. Kalla á Hannes í þjóðmálaumræðuna og leiða Davíð aftur til forustu í flokknum. (þs opinberlega)
Þetta er mjög athyglisvert. Eru sjálfstæðismenn byrjaðir að hugsa sjálfstætt?
Þingmenn segja valtað yfir Alþingi:
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er forsenda fyrir virkri þróun að geta hugsað sjálfstætt. Kröfur um annað veldur óánægju til lengri tíma litið.
Alma (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.