12.11.2008 | 04:21
Eftirsjá
Það er mikil eftirsjá af Bjarnar Hagðarsyni. Bjarni hefur verið einn skemmtilegasti kvisturinn á löggjafarsamkundunni. Maðurinn í lopapeysunni innanum alla hina jakaklæddu karlanna og spilltu kvennanna. Gleymum því ekki að við erum öll syndarar.
Einkavæðing bankanna var mesti glæpur aldarinnar og lagði grunn að hruni Íslands. Hverjir báru eiginlega ábyrgð á þeim gjörningi? Skildi það ekki koma fram í bréfinu fræga frá Bjarna? Hvernig er það aftur? Eru íslenskir blaðamann ekki á hverjum degi að leka álíka skúbbi og sést í þessum tölvupósti? Og núna er einn skemmtilegast þingmaðurinn að hætta og tekur þar með ábyrgð á gerðum sínum. En hvað um þá ræfla sem bera ábyrgð á hruni Íslands? Þeir sitja að sjálfsögðu sem fastast.
Er ekki líka kominn tími til að einkavæðing bankana verði rannsökuð. Sérstakalega sala Búnaðarbankans sem þýddi að nokkrir góðir Framsóknarmenn græddu 16 milljarða á nokkrum vikum. Það má lesa um þetta í skýrslu ríkisendurskoðunar, bls 65-74.
Hræsnarar
Óvanalegt að þingmenn segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissulega er æði oft 'hart barist' í pólitíkinni og þá með orðum, dylgjur ganga í allar áttir, jafnt í blöðum, viðtölum sem á þingi. Æskilegast er að koma hreint fram með sínar skoðanir, í kurteisum búningi þó. Það er flestum morgunljóst að ef þessi gjörningur Bjarna er tilefni til afsagnar þá hefðu margir mátt gera slíkt hið sama en þeir bara þorðu því ekki.
Og nú munu hugsandi kjósendur athuga vel sinn gang og fylgjast vel með hinum háu herrum sem taka ákvarðanir með okkar almannaheill í huga.
Alma (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.