Breska sendiráðið

Ég skil eiginlega ekki hvers vegna við mótmælum ekki yfirgangi Bretana.  Með því að beita hryðjuverkalögum á sínum tíma tóku þeir ekki bara Landsbankann, heldur féll stærsta fyrirtæki Íslands eins og spilaborg.  Breski verkamannaflokkurinn með þá Brown og Darling hefur notaði síðan litla Ísland til að fella pólitískar keilur.  Íslendingar létu gjörsamlega vaða yfir sig, sem varð til þess að Íslendingar eru ærulausir og rúnir öllu trausti.  Við blasir fjöldagjaldþrot, seðlabankinn og nýju ríkisbankarnir eru tæknilega gjaldþrota.  Fólkið er skuldsett upp fyrir haus og þúsundir manna eru að missa vinnuna.  Verðtryggðu lánin og gengislánin eru að rjúka upp og allt bendir til þess að meirihluti þjóðarinnar verði gjaldþrota á næstu misserum.  Ekki einn einasti haus hefur sagt af sér þrátt fyrir hrun Íslands.  Fólk lætur reiða sína bitna á vitlausu húsi, því íslenskir þingmenn bera enga ábyrgð.  Það gera hins vegar Bretarnir. 

Auðvitað voru gerð fjöldi mistaka, m.a skelfileg þjóðnýting Glitnis sem felldi næstum alla bankana.  En framkoma Breta var auðvitað dropinn sem fyllti mælinn.  Við hefðum auðvitað átt að bregðast við af hörku frá fyrstu mínútu, en núna er þetta sennilega of seint.  Bretar hafa svívirt okkur og í stað þess að leyfa íslenskum fyrirtækjunum að bjarga sér með því að selja eignir þá skildu þeir eftir sviðna jörð.  Eignir Landsbankans hefðu ábyggilega náð að greiða þessa Icesave reikninga.  En því miður brenna eignirnar nú upp, þökk sé Bretum.

Ég vil ekki sjá þessi ógeð á Íslandi framar.  Mótmælum fyrir utan sendiráð þeirra næsta laugardag og grýtum á þá eggjum & skyri.  Við studdum þessa hunda í blóðbaðinu Írak.  Þar sem Bandaríkjamenn og Bretar fóru í stríð á fölskum forsendum.  Við vitum það núna að sá gjörningur byggður á blekkingum.  Hundruð þúsunda manna liggja í valnum eftir þann hildarleik.  Siðferði Breta ætti því ekki að koma okkur á óvart. 

Burt með Bretana....


mbl.is Þinghúsið þrifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband