Hryllingur

Maður hefur verið að grínast um þjóðfélagsástandið á Íslandi.  Það gerir maður auðvitað bara til að létta lundina.  En ástandið í Palestínu er hins vegar svo alvarlegt að ekki er hægt að grínast með það.  Skít með þótt margir Íslendingar missi aleigu sína í bankakreppunni.  Þjóðin í held mun ná sér upp úr þessu, þótt ég og þúsundir annarra munu missa allt sitt á næstu árum.  En við erum flest við góða heilsu og höfum þó hvort annað.  Og hér ríkir ekki stríðsástand, eins og á Gaza.

Gaza hefur verið lýst sem stærstu fangabúðum í heimi.  Þar býr fjölda saklausra borgara, konur, börn og gamalmenni.  Hvernig Ísraelsk stjórnvöld hafa hagað sér er auðvitað algjör viðbjóður.  Hvernig er eiginlega hægt að réttlæta þetta hefndarstríð gegn saklausu fólki, sem margir hafa verið múraðir inni í þessum fangabúðum í margar kynslóðir.  Og alheimssamfélagið gerir að sjálfsögðu ekki neitt.  Og blóðbaðið mun halda áfram næstu árin, þar til gyðingar hafa náð markmiði sínu að útrýma þessu fólki.

Ég heyrði um daginn að Íslendingar í Bretlandi hefðu lent í óskemmtilegri reynslu.  Svo sem ekki nýtt að Íslendingar hafi lent í óþægindum hjá drullusokkunum Bretum.  En flökkusagan gengur út á það að Íslendingar hafi verið að borða á fínum matsölustað í Bretlandi.  Þegar Breti komst að því að Íslendingar væru við borðið tók hann sig til og hrækti ofaní diskana hjá Íslendingunum.  Ef þessi saga er sönn þá lýsir hún væntanlega skítlegu eðli Bretana.  En hafa Íslendingar nokkurn tíman veist að Bretum vegna einhvers sem þeirra stjórnvöld hafa tekið upp á.  Td tóku Bretar og Bandaríkjamenn sig til og fóru í stríð við Írak.   Tugþúsunda saklausra borgara hafa látið lífið í þeim viðbjóði, sem ekki sér fyrir endann á.  Á maður ekki bara hrækja á hinn venjulega Breta fyrir blóðbaðið sem bresk stjórnvöld stóðu fyrir?  Nei að sjálfsögðu ekki.  Og vinir þeirra Síonistarnir eru að fremja skelfilegasta glæp, sem nokkur þjóð getur gert annarri þjóð.  Eigum við þá ekki að hrækja á þá?


mbl.is Ingibjörg í Jerusalem Post
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Íslandi ríkir eins konar stríðsástand því atvinnumál ásamt fjármálum þjóðarinnar eru í lamasessi og mörg þúsund manns eru ýmist atvinnulausir nú þegar eða missa vinnuna á næstunni. Það þýðir að fjölskyldur eru á vonarvöl. Sem setur það fólk í stórkostlegan vanda; að lenda á götunni.

En raunverulegt stríðsástand fyrir botni Miðjarðarhafs er í algleymi og er hreinasti viðbjóður eins og þú komst að orði. Allir geta verið sammála um það. Hvati til stríðsátaka er oftast græðgi, þ.e. olíusala og vopnasala og flokkast undir hagsmunaátök; búa til ástand sem kallar á þörf fyrir mótleik. Siðleysi í sinni verstu mynd.

Varðandi framkomu Breta þá eru margar sannar og forljótar sögur af hegðun þeirra gagnvart Íslendingum  frá því í haust og engar ýkjur þar á ferð. Hreytt ónotum eða talað dónalega til Íslendinga, þeim neitað um afgreiðslu og  vísað út. Slíkt er argast dónaskapur svo vægt sé til orða tekið.

Baráttukveðja

Alma (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Ok, ég þarf að fá þetta staðfest.  Með réttu eigum við að sýna Bretum sama dónaskap hérna.  Td. hvernig þeir hafa komið við fram við Íslendinga auk þess að minna þá á ýmislegt m.a Íraks-stríðið

Gunnar Freyr Rúnarsson, 8.1.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband