Hvað á ég að kjósa?

Hvað á ég að kjósa?  Einfaldast er að nota útilokunaraðferðina!

1.  Sjálf-FL-flokkurinn?  Ég hef löngum verið heitur fyrir þeim.  Gunnar Thoroddsen og Davíð Oddsson.  En ég þori varla að kjósa þá.  Það eru svo margir kraftlyftingamenn sem vilja berja mig, því þeir kenna íhaldinu um að þeir séu búnir að missa vinnuna, missa húsið og missa bílinn og jafnvel kerlinguna.  Þeir kenna Sjálfstæðiflokknum um myntkörfulánið sem þeir tóku fyrir rúmlega tveim árum.  

2. Framsóknarflokkurinn?  Hann hefur líka verið í uppáhaldi hjá mér.  Steingrímur var vinsælastur.  Hélt líka mikið um á Ólaf Þórðarson og Guðna Ágústsson.  Þeir bera líka höfuð ábyrgð á 90% láninu mínu og einkavæðingu bankana.  Nei á ég að kjósa nýja formanninn Guðbjörn Sigmundsson í Kögun og samþykkja þannig öll innherjaviðskiptin.  Reyndar verndar framsókn kvótakerfið með fullri hörku. Það er hið besta mál, enda erum við með besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.  Ég vil gefa Bændaflokknum frí áfram.

3.  Borgaraflokkurinn?  Því er fljót svarað.  Flokkurinn sem rak Bjössa Bollu úr flokknum, en lætur rithöfundinn með listamannalaunin frá framsókn leiða flokkinn er ekki trúverðugur.  Rithöfundurinn ætlar að halda áfram á listamannalaunum þegar hann verður þingmaður. Af virðingu við listamannalauninn hvarlar ekki að honum að hætta á þeim.  Þau er c.a 2. milljónir á ári.  Þetta er ekki spurning um peninga, þetta er spurning um virðingu.  Frétt hér:

4.  Frjálslyndi flokkurinn?  Flokkur sem hefur alla tíð logað í illdeilum.  Flokkur sem berst gegn fisveiðistjórnunarkerfinu er ekki í lagi.

5. Samfylkingin?  Baugsflokkinn?  Ég er félagi í Samfylkingunni og kaus þá síðast.  Síðan fóru þeir í stjórn með íhaldinu og hættu ekki fyrir en þeir voru svældir burtu í mestu óeirðum Íslandsögunnar.  Fóru síðan í stjórn með kommúnistum.

6.  Lýðræðishreyfingin?  Engin spurning.  Lang flottasta framboðið, með Ástþór og Hauk í Pan í framlínunni.  Og Geir í Goldfinger er þarna líka.  Kýs þá engin spurning.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband