Glæsilegt

Ég tók eftir því að ungur maður Jóhann Kristjánsson stóð sig frábærlega í gær, en hann var fulltrúi Borgarahreyfingarinnar þegar formenn flokkana hittust á sjónvarpstöðvunum tveim í gærnótt.  Hann er gamall skólabróðir minn og hefur skotist hratt fram á stjörnuhimininn.  Hann er reynda ekki í þingmannsæti enda í 3. sæti í Reykjavík norður, en mig grunar að hann eigi eftir að koma inn mjög fljótlega sem varamaður.  Ég þekkti fá persónulega sem voru í framboði, en þessir voru helstir. 

1.  Guðfríður Lilja fékk glimrandi kosningu í Kraganum sem efsti maður fyrir vinstri græna.

2. Jóhann Kristjánsson var í þriðja sæti fyrir Borgarahreyfinguna í Reykjavík norður hjá Borgarahreyfingunni.

3. Íris Björg Kristjánsdóttir frænka mín var í 11. sæti fyrir Samfylkinguna í Kraganum

4. Erlingur Þorsteinsson skákmeistari var í 13 sæti fyrir Frjálslynda í Reykjavík norður

5. Georg Páll Skúlason var í 12 sæti fyrir Samfylkinguna í Reykjavík norður

6. Sigfús Fossdal heimsmeistari í kraftlyftingum var í 11. sæti fyrir Borgarahreyfinguna í norðaustur kjördæmi.

 

Ég er ekki viss um að ég hafi "þekkt" fleirri frambjóðendur, en núna er ég að tala um einhverskonar blogg og facebook vini.  Björn Ingi Hrafnsson og Hrannar Arnarsson er sem dæmi hættir í stjórnmálum í bili, en þeir eru báðir mjög áhrifamiklir bak við tjöldin, en Hrannar er m.a hægri hönd Jóhönnu Sigurðardóttur.  Augljóst er að ég verð að auka tengslanetið við valdið í landinu, ef maður ætlar að hafa einhver áhrif í þessu landi.  Ef eitthvað framboð fer fram á krafta mína í næstu kosningum þá er ég til í að skoða það.  Ég er t.d frekar spældur yfir því að enginn í Lýðræðishreyfingunni hafði samband við mig fyrir þessar kosningar, því ég hefði glaður viljað vera á lista hjá þeim.  Annars er ég mjög ánægður með minn flokk Samfylkinguna.  Menn geta bara velt því fyrir sér hvort ég hafi ekki örugglega kosið þá í kjörklefanum, en ég fullvissa menn um að ég himinlifandi yfir þessum úrslitum.  

samfo.jpg


mbl.is 27 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvernig er hægt að vera ánægður með Samfylkinguna? Ég bara spyr.

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband