10.5.2009 | 09:42
Doraemon
Eina menningarefnið sem ég fæ að horfa á á mínu heimili er Doraemon japanskur geimálfur sem bjargar heiminum frá glötun. Doraemon er ofurhetja og hálfgert "kríp". Siggi er nú hættur að horfa á Tinna, sem var úrvals menningarefni og horfir í staðin nær eingöngu á Doraemon. Doraemon er greinilega japanskur, en efnið er með tælensku tali en söngurinn er upprunalegur þ.s japanskir skrækir. Ég mæli með þessu "skemmtiefni" ef menn vilja missa vitið :)
Spurt er
Hvað á ég að gera á HM?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún Dóra er nú alþekktur gestur hjá öfum og ömmum þessa lands. En ansi er þetta samt fábreytilegt menningarefni hjá þér, drengur minn. Hvers vegna horfirðu ekki á óperur? Fáðu þér óperur á DVD og sestu í sófann fyrir framan kassann með þína spúsu þér við hlið og saman hverfið þið inn í draumheima tónlistar og ævintýra.
Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 12:06
Gott að vita að ég fái stuðning. Horfi stundum á ensku knattspyrnuna í tölvunni (Siggi ræður ekki yfir henni). Kannski ég sjái Arsenal vinna Chelsea á eftir. Annars ætti ég frekar að lesa um kynjaðar staðalímyndir og fordóma í garð fatlaðra. Ég á að vera gera verkefni um fötlun. Þá er nú Doreamon skemmtilegri. Vissi ekki að það væri búið að íslenska þetta skrípi.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 10.5.2009 kl. 13:59
Þú þarft að ala börnin þín upp í traustri menningu. Láttu þau njóta tónlistar og svo þarftu að lesa fyrir strákana upp úr Njálssögu. Það er ekki nóg að ausa yfir þau ást og umhyggju......
Baldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.