Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2007 | 15:28
Glitnir
En Glitnir komu hins vegar ómerkilega fram við Bjarna Ármannsson, þegar þeir sögðu honum upp störfum og réðu hálgerðann ungling í starfið. Eftir að eignarhald á bankanum breyttist varð Bjarni að víkja og nýju eigendurnir hafa bannað Bjarna að vinna við aðrar bankastofnanir næstu misserinn og hann fær bara smánarskaðabæur sem duga varla fyrir salti í grautinn. Bjarni hefur fyrir mörgum munnum að sjá, en hann fær bara skítnar 800 milljónir auk þess lítilræðis sem hann hafði hagnast áður á hlutabréfakaupum. Það er auðvitað algert hneyksli að borga manninum ekki almennilegar skaðabætur, því ekki hleypur þessi maður í nýja vinnu. Ég hef því ákveðið að hefja söfnun til styrktar Bjarna svo hann eigi fyrir salti i í grautinn. Ég finn virkilega til með honum. Ég vona líka svo sannarlega að þegar minn gamli vinnufélagi í unglingavinnuni, Sigurjón Árnason hættir hjá Landsbankanum þá muni Björgúlfsfeðgar koma betur fram við hann en hrottarnir hjá Glitni komu fram við Bjarna. Það er lágmarkskrafa að þessir menn fái góða starfslokasamninga, en ekki einhverja smáaura eins og rétt var að Bjarna.
Og annað tengt þessu. Fyrir um áratug prófaði ég að æfa karate í nokkra mánuði hjá Karatefélagi Reykjavíkur. Þar æfði ég meðal annars með Guðmundi Helgasyni gömlum lyftingamanni og nokkrum fleirri góðum mönnum og konum. Þeir sem voru að þjálfa okkur voru meðal annars Atli Erlendsson, Grétar Haraldsson og bróðir hans Vilhjálmur, sem þá var bara unglingur. Einnig var þarna ungur maður um tvítugt, sem mig minnir að hafi verið að byrja í viðskiptafræði í háskólanum. Sá ungi maður hét Lárus og var bara ágætis náungi, en maður tók eftir því að hann var að byrja að grána í vöngum svo eftir var tekið. Lárus þessi stjórnaði oft æfingunum hjá okkur þegar meistararnir voru fjarverandi. Ég var alveg búinn að gleyma þessum tíma, þegar ég sá rétt rúmlega þrítugan gráhærðan mann í sjónvarpinu í vikunni, en hann var í viðtali í tilefni þess að hann hafði tekið við aðalbankastjórastöðu hjá Glitni. Eitthvað kannaðist ég við andlitið á þeim gráhærða og þegar að viðmælandi hans spurði um áhugamál, sagði nýráðni bankastjórinn að hann hefði stundað karate í mörg ár. Aðalbankastóri minn er því gamli karatekennarinn minn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2007 | 08:57
Korter fyrir III (X-S)
Jæja, hvað á maður að kjósa? Fyrst ætlaði ég að kjósa íhaldið mitt, en fór svo að hugsa um grænu karlana í Framsókn, en núna er maður að hugsa heim og kjósa minn gamla flokk Samfylkinguna, Minn flokk segi ég, því ég er skráður félagi í þeim merka flokki. Skráði mig í hann um árið til að styðja nokkra góða í prófkjöri, m.a Mörð Árnason, Ingibjörgu Sólrúnu, skákvin minn Össur og Guðrúnu Ögmundssdóttir. Það var eins gott að Guðrún sé hætt, því ef hún væri í framboði þá myndi ég strika hana út, vegna klíkuskaparins í Jónínumálinu. Ég bakka ekkert með það að ég tel að með því að veita þessari stúlku ríkisborgararrétt eftir aðeins 15. mánuði sé Íslandsmet. Bendið mér á eitt sambærilegt dæmi og ég mun éta svörtu stúndenthúfuna mína. Ef nefndarmenn í allsherjarnefnd hafa fallið í þá gryfju að vorkenna einum umsækjanda vegna skerts ferðafrelsis, þá er það bara brandari. Allir útlendingar sem hingað koma frá þriðja heiminum búa við skert ferðafrelsi. Svona er því miður heimurinn og við öll höfum þurft að kyngja því að búa við þessa múra. Þessi stúlka hefði bara þurft að fara í biðröðina eins og þúsundir annara sem hérna dvelja. Hún og fjölskylda ráðherrans þurfa að beygja sig undir m.a Schengensamninginn, en sá samnigur býður þó upp á að fólk frá þriðja heiminum geti ferðast innan svæðisins að vild, en reyndar ekki til Bretlands.
Gott og vel! Guðrún Ögmundsdóttir er hætt og ég get kosið Samfó með góðri samvisku. Ég er í raun vinstri kommi að upplagi, eða í versta falli vinsti krati eins og Ögmundur Jónasson, en hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vinstri menn eigi allir að vera í einum stórum vinstri flokki. Þess vegna studdi ég samfylkingu vinsti manna í upphafi og bakka ekki með það. Þoldi heldur aldrei þessa vinstri Grænu í upphafi. Skallagrímur Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson ákváðu að kljúfa sig úr á síðustu stundu og skemmmdu allt plottið. Og aumast af öllu var sá feluleikur að breiða yfir kommastimpilinn og þykjast vera grænir, en ekki rauðir. Það var ég líka alltaf að segja Stebba komma félaga mínum að við Kúbúkommar ættum að vera í samfylkingu vinstri mann og seinna gera byltingu innan frá, en ekki að kljúfa okkur frá með sveitapakkinu og kvótakarlinum Skallagrími frá Þistilfirði.
Svo hef ég líka alltaf haldið svo mikið upp á Jón Baldvin eftir að hann lenti í götuslagsmálunum hérna um árið. Flestir kraftlyftingamenn elska hann eftir að molarnir björguðu karlinum þegar einhver durgur ætlaði að berja Jón fyrir utan Gaukinn fyrir meira en áratug. Jón tók víst hraustlega á móti, en þáverandi heimsmeistari í kraftlyftingum og nokkrir aðrir björguðu honum og Jón bauð þeim svo öllum á Vestugötuna í mikla gleði fram eftir nóttu, þar sem Bryndís frænka eldaði ofaní liðið. Enginn virðist lengur þora að steðfesta að þessir atburðir hafi í raun gerst og bera við minnisleysi eins og í Jónínumálinu, en margir unnendur kraftasports dýrkuðu Jón eftir þennan atburð og gera enn. Hins vegar þurfti Jón að hverfa frá sameiningu vinstri manna í áratug í einhver sendiráð. Flótti Jóns á sínum tíma voru svik og ég vissi um harða Alþýðuflokksmenn sem ætluðu að færa honum skít í poka fyrir þennan gjörning, enda var Jón afburðarmaður og átti að leiða okkur Samfylkingamenn til sigurs á sínum tíma. Núna stendur karlinn á hliðarlínunni og gerir okkur mikið gagn eða hitt og heldur með þessu daðri sínu við Íslandshreyfinguna og svo framvegis, en hann hætti auðvitað við á síðustu stundu og sagðist vera jafnaðarmaður og gæti ekkert annað. Upphlaup hans í Silfri Egils reglulega er auðvitað góð fyrir samstöðu okkar samfylkingamanna, svona út á við.
Svo eru auðvitað fullt af alvöru kommum sem eru í framvarðasveitinni, m.a vinur minn Össur fyrrum allaballi, Ingibjörg eðalkommi og rauðsokka, Mörður og svo auðvitað Margrét Frímannsdóttir. Við vorum stórir fyrir nokkrum árum og verðum stórir, enda eigum við að vera með rúmlega 30% fylgi. Merkustu hagfræðingar þjóðarinnar segja að við séum með bestu efnahagsstefnu sem í boði er, enda fengum við fyrrum seðlabankastjóra Jón Sigurðsson aftur í stjórnmálin. Ég er að meina Ísfirðinginn Jón Sigurðsson, en ekki þann græna og spillta úr Bólstarhlíðinni, en sá Jón er núna að ganga frá Framsóknarflokknum dauðum með "kjörþokka" sínum, því Framsóknar Jón græni lýtur út eins og róni á tveggja mánaða túr og getur því varla bjargað mínum gamla flokki frá hruni.
Ingibjörg Sólrún var stórstjarna í R-listasamstarfinu fyrir nokkrum árum, en eftir að hún fór í landsmálin féll stjarna hennar um hríð, m.a vegna eineltis pólitískra andstæðinga og Morgunblaðsins, en núna er stjarna hennar byrjuð að skína aftur. Jón Baldvin er kominn heim til okkar í Samfó og vinur minn og Ingibjargar Sólrúnar, Össur Skarphéðinsson er í fantaformi og við eigum klárlega eftir að vinna stórsigur í kosningunum eftir hálfan mánuð. Ég held að kjósendur til vinstri eigi ekki eftir að kjósa gerfikomma og Skallagrím, en þeir kommar fóru að mælast með risafylgi í nokkrar vikur. Kjósendur munu á endanum sjá í gegnum þá gerfirauðu og munu á endanum sameinast okkur í Samfylkingunni.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2007 | 21:18
Frábært Jónína Bjartmarz
XB.IS
Bloggar | Breytt 30.4.2007 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2007 | 21:16
Ný della
Ég hef síðustu vikurnar fengið nýja dellu, en dellan sú er kölluð hnébeygja. Ég hef í raun haft minni áhuga á hnébeygju, en hniti kvenna. Hins vegar hef ég stundum nauðugur og viljugur þurft að æfa þessa leiðindaræfingu til þess að styrkja mig í réttstöðulyftu. Fyrir nokkrum árum var ég aumur í hnjám og missti því áhuga og getu til að taka þessa æfingu, en hnébeygja er ein grein í kraftlyftingum sem ég hefði viljað láta banna eins og pressuna í lyftingum forðum. Hins vegar eru tímarnir breyttir og ég reikna með að halda áfram að æfa mig og keppa í þessari skrítnu íþrótt á næsta ári ásamt æfingafélögum mínum. Ég keppti í fyrsta skipti í alvöru í þessari grein núna um helgina og náði að beygla 230 kg. Í hinum tveim greinunum (bekkpressu&réttstöðulyftu) er ég að nálgast mitt besta. Ég stefni á að taka 260 kg í enda þessa árs í þessari skrítnu æfingu. Mótið um helgina var Íslandsmeistarmót WPC sambandsins í kraftlyftingum og ég náði þar silfurverðlaunum, en keppendur í mínum flokk voru fimm talsins og sumir býstna sterkir, þannig að ég get í raun vel við unað. Þegar ég fer að taka alvöru þyngdir í þessari "nýju" grein get ég farið að keppa um gullið.
Á myndinni hér fyrir neðan er ég að taka 230 kg, en nánari úrslit á mótinu má nálgast
hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 09:53
Tímamót
lokaverkefninu í hjúkrun tveim dögum seinna. Það er alveg einstaklega
þægileg tilfinning að þurfa ekki að þvælast oftar upp í Breiðholt, en
hins vegar var maður nú ekkert rosalega duglegur að mæta á
fyrirlestrana. Síðasti kennslutíminn var hefbundinn, en kennarinn var
samt óvenju uppstökk og var greinilega fegin að vera komin í frí. Núna
á bara eitt próf eftir og þá er ég orðinn aðstoðarhjúkka. Útskirftin
verður í lok mai og þar sem ég tók frí á síðustu önn, vegna
Thailandferðar, þá þekki ég ekki neinn úr útskrifarhópnum. Og í
lokaáfanganum þekkti ég bara eina manneskju fyri utan kennarann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2007 | 13:07
Korter fyrir II
XB.IS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007 | 13:27
Korter fyrir
Núna er gaman því bráðum koma kosningar. Kjósendur virðast hafa ótrúlega slæmt minni, því núna koma stjórnmálamennirnir korter fyrir kosningar og lofa öllu fögru t.d í húsnæðismálum, skattmálum og öðrum velferðarmálum. Sérstaklega stjórnarflokkarnir, sem hafa núna stjórnað í tólf ár saman, en hinn flokkurinn í sextán ár. Samt á núna að byrja á sama gamla söngnum.
Flott var hvernig mínir menn plötuðu öryrkja fyrir síðustu kosningar og sviku síðan allt korter eftir kosningar. Svo verða allir mjög undrandi daginn eftir kosningar þegar kjaradómur og kjaranefnd mun hækka laun æðstu embættismanna þjóðarinnar. Það er bara vitað því það gerist nær alltaf. Það er bara einn alvöru vinstri flokkur í kosningunum og hann heitir Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefur um langt skeið verið hreinræktaður vinstri og afturhaldsflokkur og hugnast mér það vel, því ég er mjög íhalds&afturhaldsamur í eðli mínu. En núna hefur Geirsklíkan tekið völdin í flokknum og bolað mínum mönnum frá. Davíð situr fúll upp í seðlabanka, Björn hefur barist við heilsuleysi og þessir menn hafa bolað Kjartani frænda út í horn. Meira að segja Hannes Hólmsteinn er hættur að láta sig hverfa fyrir kosningar, en hann lét sig iðulega hverfa eða var sendur í frí til að flokkurinn gæti litið út fyrir að vera miðju og vinstri flokkur fyrir kosningar. En núna gerist það ekki þörf, því með nýju valdaránklíkunni í flokknum með þá Geir Haarde, Villa Vill borgarstjóra og Guðlaug Þór, þá er minn flokkur orðinn einum of vinstrisinnaður. Kjósum því flokk allra stétta til valda fjögur ár í viðbót. Íhaldið er eini alvöru vinstri flokkurinn í dag. Ég treysti honum best til að forða okkur frá því að lenda í EB, vernda krónuna og efla stóryðju. Á tíma Davíðs bannaði hann okkur Sjálfstæðismönnum að tala um óþægileg mál eins og EB og evru, en ég óttast að aginn minnki í flokknum og litlir smákóngar lifni aftur við í flokknum vegna agaleysis, en Davíð tókst að losa sig við alla slíka á sínum tíma. Ég vona því að Geir haldi við sama hræðsluandrúmslofti í flokknum til að forða okkur frá evrópurugli. XD.IS
Að sjálfsögðu ætla ég að kjósa ihaldið, en verð samt að viðurkenna að fyrir nokkrum árum skildi ég aldrei hvers vegna bæjarróninn og öryrkinn væru að kjósa þennan flokk, sem virtist bara vera umhugsað um að vera í hagsmunagærslu fyrir fjármagnseigendur og sægreifa. Hvað átti fólk með 90.000 krónur á mánuði, sameiginlegt með íhaldinu. Skil það núna hins vegar þegar ég er sjálfur orðinn ríkur. Eða er ég kannski orðinn ríkur?!? XD.IS
Svo skildi maður aldrei þetta hatur hans Davíð míns á nýríka liðinu eins og þeim góða manni Jóni Ólafssyni og Baugsfeðgum. Hvað átti þetta eiginlega þýða að holdgefing frjálshyggjunnar og afsprengi einstaklingsframtaksins, Jón Bæjó og Jón Ásgeir væru lagðir í einelti af mínum mönnum. Kannski skilur maður þetta seinna, þegar menn fara að opna sig meira. Og ég vil óska Birni Bjarnasyni góðs bata, en ég er búinn að fyrirgefa honum smá miskilning. Þannig var að ég mætti Birni iðulega í Sundhöllinni á morgnana, en hann var sá eini af morgungestum sundhallarinnar sem aldrei kastaði kveðju á bloggarann, þrátt fyrir að bloggarinn reyndi að heilsa meistaranum. En núna skil ég hvað var í gangi. Björn var auðvitað alltaf með BAUG fyrir augunum og tók því ekki eftir bloggaranum, þrátt fyrir að bloggarinn sé vel þéttur á velli. XD.IS
Annað sem maður skildi ekki var hið fræga gjafakvótakerfi, sem 80% af alþingismönnum vorum standa nú vörð um. Bloggarinn hefur hitt fólk í sjálfsvígshættu vegna þess að það hefur farið illa út úr þessu "hræðilega" kerfi. En síðan fór bloggarinn að hugsa. Myndi hann vilja láta taka af sér það sem að honum væri rétt. Myndi hann vilja að einn daginn kæmi einhver frá hinu opinbera og færi að rukka hann um vaxtabætur eða barnabætur sem hann væri þegar búinn að eyða. Nei aldrei og þess þá heldur ef taka ætti af honum eign sem metin væri á milljónir eða milljarða og þar fyrir utan er kvótagróðinn löngu kominn úr eigu upphaflegu eigenda, í hendur nýrra aðila. Margir alþingismenn verja kerfið að sjálfsögðu vegna vina og fjölskyldutengsla, m.a forsætisráðherrann fyrrverandi Halldór Ásgríms og Ingibjörg Sólrún. Meira að segja Skallagrímur Sigfússon er orðinn varðhundur kerfisins vegna fjölskyldutengsla og Frjálslyndi flokkurinn er að gefast upp á að raupa um þetta rugl, enda er sá flokkur núna farinn á fullt í andóf gegn útlendingum með lýðskrumi og hatursáróðri. Ekki miskilja mig, því ég er alveg sammála þeim að ekki meigi galopna landið fyrir öllum, en það er hins vegar orðræða þeirra sem fer fyrir brjóstið á mér t.d á Útvarpi Sögu, sem sýnir að þeir eru að höfða til fólks með hræðsluáróðri. XD.IS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2007 | 10:38
Víkingaskák
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 23:15
Comeback hjá Magister-Cat
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2007 | 20:56
702.5 kg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar