Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2007 | 12:05
Skroppið norður
Ég skrapp norður til Akureyrar í gær og tók létta lyftingaæfingu. Já, eftir næturvaktina fór ég bara heim og setti strákinn í pössun hjá vinkonu. Fór síðan bara út á flugvöll í bjartsýniskasti og tók hádegisvélina. Flaug svo heim með síðustu vél um kvöldið! Mótið var Íslandsmótið í kraftlyftingum, en ég var frekar lélegur og svo sem ekki við öðru að búast. Hins vegar hafði ég mikinn áhuga á að kanna mig og prófa nýja bekkpressuslopinn. En hann kom því miður ekki í tæka tíð. Ég reddaði mér enn og einu sinni með því að væla í félögunum. Hins vegar var mótið mjög vel heppnað og Akureyringum til sóma. Að sjálfsögðu verða alltaf einhver mistök á svona mótum t.d í dómgæslu, stangarvörslu osf, en þau eru oftast minni háttar. Sjálfur var ég m.a mjög heppinn að sleppa í gegnum bekkpressuna, en hafði í meitt mig í upphitun og fékk ekki að lækka byrjunarþyngdina. Svo var ég ragur í hnébeygjun að vanda, en setti í yfirfíling í deddi og bað um 280 kg á stöngina í síðustu lyftu, sem hefði þýtt að ég hefði unnið flokinn. En auðvitað var enginn innistæða fyrir því, en í gær trúði ég á kraftaverk. Það eru jú páskar. En ungu mennirnir eiga framtíðina. Ég tilheyri hins vegar eldra liðinu, en í mótinu voru nokkrar ónefndar gamlar kempur að leika sér eins og ég, en ungu mennirnir eru í þessu af lífi og sál. Sigfús Fossdal er núna orðinn bjartasta von Íslands í kraftlyftingum. Menn hafa spáð að hann verði næsti Íslendingur í 300 kg í bekkpressu. Hann tók alla stigabikara mótsins, en ég fékk líka einn flottann bikar fyrir þriðja sætið í mínum flokk. Það gengur bara betur næst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2007 | 12:00
Botninum náð VII
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 06:48
Botninum náð VI
Það er skelfilegt að lenda í magakveisunni, sem núna herjar á landsmenn. Þetta byrjaði víst allt aðfaranótt föstudags, en þá var ég að vinna næturvakt. Næstu dagar urðu mjög erfiðir, en ég var að vanda svo lítill í mér að ég gat ekki tilkynnt mig veikan. Ég vissi sem var að ástandið á vinnustaðnum var mjög erfitt. Margir kollegar mínir fóru á grímuball á föstudagskvöld, sem þýddi að flestir voru í fríi eða óvinnufærir. Svo veiktist sá sem vinnur með mér um helgina, sem þýddi að 100% líkur voru á því að enginn fengist fyrir mig. Annars verstnaði þetta smátt og smátt og náði hámarki í gær og nótt. Þeir sem vinna á daginn eiga mun auðveldar með að melda sig veika, en fyrir nv er þarf maður helst að láta vita um hádegi þess dags sem maður veikist. Stundum er maður bara þreyttur og slappur og því ástæðulaust að barma sér. Hvernig veit maður á hádegi, hvernig heilsan verður að kveldi?
Ég var að tala um daginn hversu erfitt hefði verið að fara niður í tveggja stafa tölu í líkamsþyngd, en núna er maður gjörsamlega hruninn. Bara þessir 3-4 dagar geta leikið mann grátt. Sennilega er maður bara 97-98 kg í dag. Skelfilegt! Næstu daga ætla ég að taka það rólega og reyna að safna kröftum, sofa vel og borða vel. Jafnvel að hafna aukavöktum! Málið er að maður hefur gjörsamlega gleymt að sofa. Maður hefur verið að sofna yfir sjónvarpinu og fréttum hvenær sem er sólahringsins. Það er því meira en líklegt að steita og svefnleysi hafi orðið til þess að líkaminn sé nu að minna á sig. Best að taka því rólega næstu daga.
Ég gat því miður ekki séð byrjendamótið í Kraft á Skaganum og aðstoðað Fjölni læknanema, sem var svo góður að aðstoða mig á WPC mótinu um daginn. Í fyrst lagi var heilsan ekki svo góð og svo þurfti ég auðvitað að passa strákinn. Daginn eftir var ég búinn að lofa að aðstoða á Íslandsmóti fatlaðra í lyftingum. Ég fékk Benjamín til að hjálpa mér með strákinn og gat því starfað sem stangamaður á stórskemtilegu móti. Æfingafélagar mínir eru hrikalega áhugasamir og hlýða öllu sem þjálfari þeirra segir, enda eru þeir að gera frábæra hluti. Í Laugardalshöll voru margir sterkurstu menn heims að vinna við mótið, m.a Stefán Sölvi, Magnús Ver og Georg í Orkuverinu. Um kvöldið fékk ég svo boð á sameiginlegt lokahóf sem öll félög fatlaðra héldu uppi Grafaholti. Því miður gat ég ekki notið veitinganna af fyrrgreindum ástæðum, en það er ekki svo slæmt að vera kominn með annan fótin í inn í ÍFR og verða þar með orðinn hirðmoli Loggsins.
Vignir tekur 230 kg í réttstöðu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 21:18
Botninum náð V
mótinu í kraftlyftingum sem fram fór í gær. Ég lofaði því, en hótaði
jafnframt að verðá í léttari flokk til að verða öruggur um að ná hærra
verðlaunasæti. Ég lofaði að veita honum harða keppni í bekkpressu og
réttstöðulyftu, en ég væri hins vegar búinn að taka svo fáar
hnébeygjuæfingar eftir að ég kom heim, þannig að maður vildi helst
vilja losna við þá leiðindar grein. Þegar leið að móti var ljóst að
ekki var allt með felldu. Ég hafði verið lasinn dagana áður, en hafði
samt gengið vel að komast í þyngedarflokkinn minn (léttast) og vildi
því ekki skorast undan áskoruninni. Á mótsdag kom í ljós að ég var
aðeins of þungur, auk þess sem ég hafði líkað klikkað á að fá pössun
fyrir "Tigerinn". Ég íhugaði a.m.k fjórum sinnum á mótsdag að pakka
saman og hætta við. Þegar ég ætlaði síðan að fara að hita upp fyrir
bekkpressuna, þá byrjaði strákurinn að verða óvær. Ég sá engann í
húsinu sem ég treysti mér til að biðja um að aðstoðað mig. Ég ætlaði að
tilkynna mótstjórn um að ég yrði að draga mig úr mótinu, þegar
bekkpressarinn Skaga-Kobbi birtist óvænt og bjargaði málunum. Ég vissi
að hann var þrælvanur að handleika svona kríli, þannig að ég rétt náði
að hita upp, en komst þá að því að ég hafð misst allan mátt í bekknum.
Skipti þá engu þótt sloppurinn væri alltof víður, þá átti ég alltaf að
geta leikið mér að byrjunarþyngdinni. Ég féll þar með úr mótinu, en
nýjar reglur leyfa núna keppendum að klára allar greinar þrátt fyrir að
falla úr leik. Ég endaði mótið hins vegar með því að gera allar
réttstöðulyfturnar gildar og tók 250 kg. Það var því eina ljósið í
myrkrinu að ég náði að verða sterkastur af öllum í eldri flokki í
réttstöðunni. Fékk þó enginn verðlaun fyrir það. Óformlega er ég því
Íslandsmeistari öldunga í réttstöðu! Ég verð þó að líta á þetta sem
"góða" æfingu og þótt æfingin hafi misheppnast, þá veit ég núna að
botninum var náð. Hins vegar kæmi það mér ekki á óvart að stjórn Kraft
ákvæði að banna keppendum að koma með aðstoðamenn sem væru yngri en
tveggja ára. Stefán Spjóti stóð sig frábærlega á mótinu og sigraði
okkar flokk. Í apríl ætla ég að skora á Spjótann og nokkra aðra að mæta
mér í einvígi, því þá verður farin fjölskylduferð til Akureyrar til að
bæta upp fyrir þetta hneyksli. Þá ætla ég að sýna kraftlyftingum þá
virðingu að koma í betra formi á Íslandsmótinu hjá Kraft. Svo verður
hitt sambandið WPC með nokkur alvöru mót fram að vori, en núna að
leyfilegt að taka þátt í mótum beggja sambandana án þess að verða
útilokaður frá öðru sambandinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar