facebook

Er alvarleg að hugsa um að hætta á facebook?! 

Nei, kannski ekki alveg strax, því plúsarnir eru enn miklu fleiri en mínusarnir.  Hef kynnst mörgu nýju skemmtilegu fólki.  En líka endurnýjað ágæt kynni við fólk, sem ekki hafa verið mikil síðustu áratugina.  Gamla ættingja, vini og skólafélaga.

Það eru samt bara þessi örfáu sem teljandi eru á annarri hendi.  Á tæplega 700 facebook vini.  Örfáir hafa hent mér út eða jafnvel hafnað vináttu.  Þetta eru kannski ættingjar, eða einhverjir gamlir kunningjar sem hafa einhverjar skrítnar ástæður.

En þetta er geymt en ekki gleymt.  Þið örfáu sem hafa kramið hjarta mitt.  Nöfn ykkar verða geymd í sálartetrinu næstu árin.

Það er svo skrítið að þessir fáu einstaklingar hafa kannski brosað breiðast og viljað spjallað manna mest þegar maður hefur hitt það.  Viljað skiptast á símanúmerum og verið með álíka falsheit. 

Núna er maður amk er maður farinn að skoða viðkomandi einstakling gaumgæfilega hvort hann sé týpa til að líka þetta samskiptaform áður en maður býður viðkomandi "vináttu".  Ef viðkomandi er bara með 20-100 vini er líklegt að hann vilji ekki safna. 

Litið dæmi.  Ég hef aðeins einu sinni hafnað vináttu.  Einn furðufuglinn vildi einu sinni vera bloggvinur minn en ákvað síðan einn daginn að hreinsa mig út.  Síðar sá hann mig á facebook og vildi verða facevinur minn.

Þvílíkt fífl.  Tala aldrei við hann aftur Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband