12.9.2007 | 00:19
Æfingablogg
Það hlaut að koma að því að maður þurfti að fara að æfa aftur. Ég keypti mér kort upp í Gym80 fyrir þrem vikur síðan og byrjaði auðvitað rólega eftir að hafa tekið góða pásu í sumar. Reyndar kom það ekki til að góðu, því ég hef verið að kljást við leiðindameiðsl sem hafa hrjáð mig frá miðju sumri. Það kom því sterklega til greina að hætta alveg að skúnkast í líkamsrækt og snúa sér að meðalmennsku í einhverju öðru sporti, en ég hef þó ákveðið að reyna að þrauka eitthvað áfram. Kannski verður það bara gæfa mín að geta ekki æft karlmennskuæfingu númer eitt þs deddið (réttstöðulyftu), því þá get ég jafnvel snúið mér að því eingöngu að geta eitthvað á bekk. Ég æfi því bara tvisvar sinnum í viku meðan skjóðan er svona slæm, en æfingafélagi minn í bekkpressunni er gamall jaxl, sem á m.a sjálfur vel yfir 200 kg í bekkpressu og er sagður getað tekið 300 kg í réttstöðu meðan báðir fætur ganga uppréttir. Hér áður fyrr drukkum við saman brennívín og bjór fram á morgun og máluðum bæinn rauðann, en núna erum við báðir frelsaðir frá þessari vitleysu og reiknum með að eiga smá "comeback" í ellinni. Núna erum við að fikra okkur upp í bekkpressunni og síðasta mánudag tók ég 125 x3, en það er bara ágætt fyrir blýantsnagara eins og mig, sem er nú kominn í tveggja stafa tölu í líkamsvigt. Vigtaðist semsagt 99.99 kíló um kvöldið sem er auðvitað alveg skelfilegt. Ég er semsagt orðinn andlegur og líkamlegur krypplingur.
Spurt er
Hvað á ég að gera á HM?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 5098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
iss, mér fannst þú bara reffilegur hér um daginn, væni. sé ekki hvað menn vilja vera mörg hundruð kíló....
en verst að þú sért hættur í brennivíninu og svoleiðis óskunda sem einmitt gefur lífinu lit!
arnar valgeirsson, 12.9.2007 kl. 00:49
Kannski maður taki bara gott "comeback" í drykkjunni
Eða þá skákinni, en ég var næstm búinn að vinna afmælismótið í Vin á mánudaginn, ef ég hefði ekki tapað einni, en ég gerði jafntefli við (IM) Lagerman
Gunnar Freyr Rúnarsson, 12.9.2007 kl. 14:37
má sjá á skak.is
redcross.is
og líka...
hrokurinn.is
myndir af kallinum og alles
arnar valgeirsson, 12.9.2007 kl. 17:14
Já,það er satt þú ert að verða hálfgerður krypplingur af því að þora ekki að æfa með okkur Tvister.. heldur skúnkast þú í þessu amatör gymi...Þú áttir frían byrjendamánuð í Silfursporti en það tilboð gildir ekki lengur...ekki draga Geysirinn niður á einhvern algeran skúnkastandard í vanfíling....Vona að þú verðir aftur að karlmanni síðar og fasrir að dedda...deddið læknar allt...
Sir Magister Cat (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 05:22
Já, Jóka vildi að ég borgaði 8000 kr á mánuði fyrir nokkrar bekkpressuæfinga í Silfursporti. Var bara ekki tilbúinn í það. Er ekki orðinn "milli" ennþá, þótt ég verði það kannski seinna.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 15.9.2007 kl. 14:49
Þú planar ekki til framtíðar einn mánuð í einu, þú planar í árum (þar sem verðið er orðið hagstæðara).
Jæja... þú kemur þá til okkar þegar þú ert búinn með þetta jómfrúarskeið uppá höfða.
Fjölnir Tvister (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.