Hamagangur á hóli

Ég er að reyna að sjá fyrir mér ef Ólafur Ragnar Grímsson sæti á milli þeirra Geir Haarde og Chavez.  Nei mér datt þetta bara svona í hug, því ég hélt í einfeldni minni að Spánarkonungur væri vandaður rólyndismaður.  En hvað um það þá fær Chavez mitt atkvæði ef það verður kosið á morgun.  Lifi sósíalisminn!   ¿Socialismo O Muerte?

Myndbandið hér:


mbl.is Chavez krefst afsökunarbeiðni frá Spánarkonungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei skilið Íslendinga sem eru hrifnir af einræði... sem betur er þetta bara tímabundið hjá flestum og þá aðallega unglingspiltum sem eru hrifnir af Guevara bolum.

Heimsk þjóð að KJÓSA yfir sig mann sem ætlar sér að koma á einræðisvaldi, þessi maður er næsti Hitler. 

Geiri (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 06:02

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Við vitum í flestum tilfellum hvað verður um þá þjóðarleiðtoga í latnesku Ameríku sem eru ekki kananum að skapi.  En Castro og Chavez eru menn sem þora.  Bandaríkjamenn kusu Bush yfir sig og vitum c.a hvað hann hefur drepið marga.  Hann er mesti fjöldamorðingi þessarar aldar og er þegar orðinn næsti Hitler.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 17.11.2007 kl. 15:47

3 identicon

Ég hægrimaður og lýðræðissinninn viðurkenni að Bush er slæmur leiðtogi og að Bandaríkjamenn hafi verið heimskir að kjósa hann (hvað þá í annað skipti), enda kjánalegt að vera það einhliða að ætla að verja og réttlæta aðgerðir alla sem flokkast til hægri. Vona að þú eigir eftir að átta þig á því að þó að einhver sé á móti Bush að þá þýðir það ekki endilega að hann sé góður. Af hverju mega sósíalistar drepa fyrir málstað en ekki Bandaríkjamenn? Guevara og Hitler eiga það sameiginlegt að báðir létu fangelsa og myrða samkynhneigða, þó að Bush sé á móti hjónabandi samkynhneigðra þá er það varla sambærilegt. 

Annars ótrúlegt að sósíalistar bendi alltaf fingrinum á Bush og Bandaríkjamenn til þess að réttlæta fasisma, kannski sú leið sé farin vegna þess að það er erfitt að finna jákvæða punkta við stefnuna sjálfa? Þó að Bush sé vondur að þá þýðir það ekki að óvinir hans (Ahmadinejad, Chaves, Castro....) séu góðir. Þau dauðsföll sem Bandaríkjamenn bera ábyrgð á með beinum hætti frá því Bush tók við völdum er "bara" í tugum þúsunda, að þó að hann sé slæmur að þá kemst hann ekki nálægt toppnum og mun varla verða eftirminnnilegur í mannkynssögu framtíðarinnar þó að hann sé ofarlega í dag. T.d. er áætlað að Saddam Hussein beri ábyrgð á allavega milljón dauðsföllum, ekki líklegt að Bush komist yfir þau mörk fyrir 2009. Verstu fjöldamorðingjarnir eru ekki gráðugir hægrimenn (þó að sumir þeirra geti verið slæmir) heldur þeir sem að lýta á Stalín sem fyrirmynd.

Geiri (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 07:11

4 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Get alveg verið sammála um allt ofantalið.  Myndin af CHE er bara goðsögnin, en maðurinn var auðvitað allt annar.  Það er samt svo skrítið að ég fékk mikinn áhuga á Spáni og suður-Ameríku fyrir nokkrum árum.  Komst ekki nema til Spánar og Kúbu, en þegar ég fór að kynna mér áhugaverð lönd Suðurameríku guggnaði ég.  Lönd eins og Mexico, Chile, Argentína, já og Kólumbía.  Eftir samtöl mín við fólk frá nokkrum þeirra og Íslendinga sem hafa verið þarna missti ég áhugann.  Kúba er að minu mati eitt öruggast ferðamannaland í heimi.  Hvað sem menn segja um einræðið þar. 

Svo er auðvitað áhugavert að kynna sér söguna.  Þekkti einu sinni Armenna, sem hataði Tyrki.  Serba sem hataði Bandaríkjamenn.  Pólverja sem hataði Rússa osf.  Hægri vinstri snú.  Ég hef alltaf aðhyllst þá kenningu að öfgamenn til hægri og öfga rótækir til vinstri er í raun sama fyrirbærið.  Nasisminn & fasisminn öfgahægristefnur er náskylt rótækum kommúnisma Stalíns.  Hitler og Stalín.  Einn og sami hringurinn.  Miðjan er besti....

Gunnar Freyr Rúnarsson, 21.11.2007 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 4783

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband