Draumalandið?

Þessi framkoma bandarísku landamæravarðana er örugglega ekkert einsdæmi.  Núna hrannast sögurnar upp, þar sem Íslendingar hafa lent í klónum á þessari fyrrum vinarþjóð okkar.  Ég heyrði í Jakobi Frímanni í gær, þar sem hann lýsti svipaðri framkomu Home Securety við konu hans og fleiri sögur eru núna að hrannast upp.  Fyrst hélt ég auðvitað að Ingibjörg Sólrún væri að slá sig til riddara, með afskiptum sínum af málinu, en þegar maður hugsar málið nánar þá er svo sannarlega kominn tími til að við rönkum aðeins við okkur.  Við vitum hvernig þetta lið hefur hagað sér í alþjóðasamfélaginu.  Við vitum líka hvernig þeir hafa komið fram við íslenska (ríkis)borgara eins og Aron Pálma og Bobby Fischer.  Eftir 11. september hafa þessir ræflar gjörsamlega gengið af göflunum.  Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að heimsækja aldrei þetta land aftur.  Í fyrsta lagi hef ég meiri áhuga á öðrum löndum og í öðru lagi er lífið allt of stutt til að eyða því hlekkjaður á höndum og fótum.  Ég hef þegar heimsótt tvö fylki, þs Florida og NY og læt það nægja í reynslubankann.  Reyndar veit ég að Bandaríkin eru mörg lönd, sameinuð í eitt, en það breytir því ekki að heimsókn þangað er ekki lengur á dagskránni.  Og því mun ég aldrei fá mér þetta USA vegabréf.  Og hvað með unglinginn hann Vífill, sem átti að hafa hringt í einkasíma Bandaríkjaforseta.  Hann fékk heimsókn af íslenskum lögreglumönnum og sennilega fær hann aldrei að heimsækja draumalandið aftur.  Nema hann vilji hætta á að lenda í sömu hremmingum og Erla Ósk.  Já mikið djöfull er heimurinn orðinn sjúkur.
mbl.is Mál Erlu til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er jafnmikil alhæfing að setja öll Bandaríkin undir sama hatt og að gera það við ríki Evrópu. Við hjónin, Helga og ég, höfum til dæmis farið tvívegis til byggða og borga í Wiscounsin-riki og gist þar á heimilum. Þar býr duglegt, heiðarlegt, siðprútt, kurteist og gott fólk með menningu, uppeldi, aga og siðprýði sem fær Íslendinga til að roðna af skömm.

Roðna af skömm? Já, á vikulangri útihátíð með milljón gestum og 30 þúsund flugvélum sást hvergi karamellublað né bjórdós.

Íslensk hjón sem fluttu heim til Íslands úr venjulegu amerísku umhverfi í miðríkjunum höfðu á orði að flytja til baka, aðeins vegna þess að börn þeirra kynntust í skólanum hér heima agaleysi, ókurteisi og tillitsleysi sem veður alltof mikið uppi í okkar annars dásamlega landi.

Um hina hliðina á Bandaríkjunum, glæpina, fátæktina og harðhenta lögreglu fáum við okkar upplýsingar úr glæpamyndum og glæpafréttum og höldum að svona sé þetta alls staðar.

Sjúkleg tortryggni Bandaríkjamanna eftir 11. september hefur glapið mörgum sýn vestra, en það á ekki við um alla alls staðar í Bandaríkjunum.

Ómar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Reyndar er ég sammála fréttamanninum um að Bandaríkin séu risastór hafragrautur, þar sem maður getur fundið allt það besta & allt það versta sem heimurinn hefur upp á að bjóða.  Bara eitt lítið dæmi, þá búa 1/3 af þjóðinni undir fátæktarmörkum.  Verð þó að viðurkenna að ég hef auðvitað alltaf haft lúmskt mikinn áhuga á stórveldinu í gegnum tíðina.  Hver hefur það svo sem ekki?  M.a fékk ég mikinn áhuga á litlum bæ lengst norður í Alaska, eftir að ég hafði fundið hann á netinu.  Þar búa m.a fáeinir eskimóar norður við heimskautsbaug í ísjökulköldum bæ.  Mín fátæklega reynsla af landinu var þó þannig að ég heimsótti einungis tvö fylki, sem voru þvílíkt ólík að hálfa væri nóg.  Florida er eiginlega hluti af latnesku Ameríku og NY er heimsins stærsti suðupottur, þar sem öllum þjóðum ægir saman.  Við bræðurnir fellum t.d gjörsamlega fyrir Manhattaneyju í New York borg (Í New York fylki).  New York-búar eru mjög sérstakir og borgin er svakalega evrópsk.  Austurströndin er m.a gjörólík vesturströndinni og miðríkin ólík suðurríkjunum.  Samt er það eitthvað við bandarísk stjórnvöld og valdastofnannir þeirra, sem er að gera allt vitlaust í alþjóðasamfélaginu.  Þá skiptir ekki endilega máli, hvort Repúblikanar eða Demókratar eru við völd.  Við Íslendingar eigum að lýta til norðurlandana og Evrópu sem fyrirmynd, en ekki að binda tráss okkar við refshala.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 14.12.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Já mig langar dálítið í bókina, "Hvað gerðist 11. sept".  Það kæmi manni ekki mikið á óvart ef það sannaðist að 11. sept var að hluta til á ábyrgð...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 17.12.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband