29.1.2008 | 01:27
Refskák
Ég hef bara verið pínu down yfir ástandinu í þjóðfélaginu. Allir eru að svíkja alla. Menn fá heilu hnífasettin í bakið og þjóðfélagið er gegnsýrt af spillingu. Nýlega birtust hér á klakanum tvær japanskar ekkjur. Fyrst kom Yoko til að sýna okkur friðarsúluna síðasta haust og sama dag sprakk borgarstjórnarmeirihluti framsóknar og íhalds. Núna fyrir nokkrum dögum kom ekkja Bobby Fischers til Íslands og þann daginn sprakk Rei-meirihlutinn í tætlur, þegar Guðfaðir meirihlutans fékk boð um Borgarstjórastólinn. Sagt var að Garðar Sverrisson og Miako hefðu stolist til að jarða meistara Fischer án þess að vinir hans á Íslandi hefðu hugmynd um það. Vinir og ættingjar Fischers urðu auðvitað æfir. Gæti hugsast að Garðar Sverris og Miako hafi verið að uppfylla síðustu óskir meistarans um hverjir mættu mæta í jarðarförina. Ættingjar Fischers fengu sér lögfræðing á Íslandi og gat ég ekki séð betur en hann væri enginn annar en Guðjón Ólafur Þverslaufa, maðurinn sem hrakti Björn Inga úr Framsókn. Guðjón Ólafur sendi bréfið sem kom öllu af stað og mætti síðan í Silfur Egils með heilt hnífasett í bakinu. Hann ásakaði m.a þá Björn Inga og Óskar Bergsson um að ganga í Boss-jakkafötum á kostnað kjördæmisráðs Framsóknarflokksins. Hvað í andskotanum skiptir það mig máli? Ef nokkrar skyrtur og bindi eru spilling, hvað er þá spilling? Var það ekki engillinn hann Guðjón sem var formaður allsherjarnefndar alþingis, þegar tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt eftir nokkrar vikur á Íslandi. Það var spilling og ég man að ég gekk um gólf froðufellandi af reiði yfir gjörningi þessum og strikaði m.a Guðrúnu Ögmundsdóttir út af lista Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Skipti þá engu máli, þótt hún væri í heiðurssætinu á lista Samfylkingarinnar. Guðjón Ólafur lét ekki blaðamenn ná í sig í nokkra daga og á endanum voru allir búnir að gleyma Jónínumálinu. Ég hefði viljað að Guðjón hefði verið minntur á þennan gjörning í dag, þegar hann hefur nú hrakið Björn Inga úr pólitíkinni. Það skal taka fram að ég held að tengdadóttir ráðherrans og ráðherrann sjálfur hafi ekki átt skilið fjölmiðlafárið sem geisaði eftir þessa makalausu afgreiðslu, en allt var þetta hnífamanninum að kenna. Hnífamálið hafði síðan óbein áhrif inn í borgarstjórnina, þegar Villi Volgi Bjór og Ólafur tækifærissinni ákváðu að ræna völdum í borginni. Var þetta bara ekki bara ekki nótt hinna löngu hnífa. Já í refskák stjórnmálanna er öllum brögðum beitt og traust og trúnaður eru marklaus orðagjálfur í munni spilltra stjórnmálamanna. Ég vil samt óska nýjum borgarstjórnarmeirihluta og nýjum borgarstjóra til hamingju með nýja embættið. Ég hitti Ólaf Magnússon árið 2000 útí í Sarasóta í Florida. Þar var ég staddur ásamt Narfa bróður og Jóa Johnsen skemmtiferð, en Jóhann var þar vegna mikillar fræðsluráðstefnu með öðrum læknum. Við Narfi ákváðum að kíkja í heimsókn. Ólafur var þá hinn hressasti og þannig vil ég muna eftir honum.
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
ólafur er reyndar enn hinn hressasti bara enda kominn í toppjobb.
en jamm, það er ljóta skítalyktin af þessu maður og ég er stoltur af unga fólkinu að láta í sér heyra á pöllunum.
en láttu í þér heyra væni, milljón elo stig á leið austur á föstudag...
arnar valgeirsson, 29.1.2008 kl. 23:08
Ég er farinn að fíla Ólaf. hann verður kannski besti stjórinn "ever". En ef hann hefði komið fram eins og "Bonnevik" (hvað sem Nojarinn hét aftur) um árið, þá hefðu allir fyrirgefið honum allt.
ég væri til í að koma austur með þér, þs ef þú keyrir ekki á milljón elóstigum. verðum í bandi, skákmógúll.....
Gunnar Freyr Rúnarsson, 31.1.2008 kl. 00:18
sendi þér póst á karrppov.... en heyrðu í mér. stórmót auðvitað. 848-7914
fer fjögur á föstudag
arnar valgeirsson, 31.1.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.