Þvílík della

Hvað er eiginlega að þessu liðið?  Að loka Bergiðjunni er það sama og gefast upp.  Besta endurhæfingin eftir erfiða tíma er að vinna.  Það er bara mín skoðun eftir 12 ára starf á geðdeild.  Ég er bara svo miður mín að ég get ekki skrifað meira í bili.  Bendi þó á ummæli geðlæknafélagsins um ástandið.  Til hvers að vera eyða peningum í hátæknisjúkrahús, ef ekki eru fjármunir til að reka geðsviðið.  Ekki er peningur til að borga hæfu starfsfólki og fólk fæst ekki lengur til að vinna þessi göfugu störf fyrir þjóðfélagið, vegna þess að launin eru svo lág.
Ekki verður séð hvernig byggja á nýtt sjúkrahús og reka , ef stöðugt er dregið saman og lögð af nauðsynleg og vel rekin þjónusta en Endurhæfingarsvið Geðsviðs hélt sig innan ramma fjárhagsáætlunar á árinu 2007," segir í ályktun stjórnar Geðlæknafélags Íslands.


mbl.is Geðlæknar harma lokun Bergiðjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með ólíkindum hvað pólitíkusar og þar með kjörnir ráðherrar, eru ósvífnir og hreinlega ruddalegir varðandi gefin loforð sem eru ætlað að bæta hag hina alvarlega veiku í samfélagi okkar. Að missa stjórn á geðheilsu er trúlega það alversta sem getur komið fyrir hinn viti borna mann, eitthvað sem enginn vill lenda í né óska öðrum þess.

Og að loka iðjuþjálfun, endurhæfingastöð og svo Bergiðju er svo grátlegt að varla eru til orð yfir svona gjörðir. Kjósendur, munum eftir þessu þegar til kosninga kemur.

Alma (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband